Tímarit lögfræðinga - 01.10.1974, Blaðsíða 48

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1974, Blaðsíða 48
HAFRÉTTARRÁÐSTEFNA SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA Annar þáttur Hafréttarráðstefnu S.Þ. fór fram í Caracas, Venezuela, dag- ana 20. júní — 29. ágúst 1974. Ákveðið hafði verið á Allsherjarþingi S.Þ., að engin atkvæðagreiðsla skyldi fara fram á ráðstefnunni, fyrr en allar leiðir til samkomulags hefðu verið þrautreyndar, og voru fundarsköp ráðstefnunnar miðuð við það. Við það bættist, að 150 ríkjum var boðið að senda fulltrúa á ráðstefnuna, en aðeins 90 ríki höfðu haft fulltrúa í undirbúningsnefnd hennar. Af þessu leiddi að störfin urðu seinunnin, þótt stöðug fundahöld stæðu yfir allan tímann. Störfin beindust að því að taka til þar sem árangri undirbúningsnefndar- innar lauk. Fyrir lágu margvíslegar tillögur, og var unnið að samræmingu þeirra og fækkun til þess að undirbúa málin sem best fyrir atkvæðagreiðslu, ef samkomulag næðist ekki, og varð talsvert ágengt í því efni. Er nú svo komið, að tiltölulega fáir valkostir liggja fyrir í aðalnefndunum þrem, þ. e. Fyrstu nefnd, er fjallar um hið alþjóðlega hafsbotnssvæði, Þriðju nefnd, sem fæst við mál varðandi vísindalegar rannsóknir og mengun sjávar og í Annarri nefnd, sem fjallar um öll önnur mál, þ. á m. víðáttu lögsögu strandríkisins og verndun fiskistofna á úthafinu. I ræðu formanns íslensku sendinefndarinnar á allsherjarfundi ráðstefnunn- ar hinn 8. júlí 1974 var lýst afstöðu hennar til þeirrar heildarlausnar, sem stefna bæri að. Segir þar meðal annars: „Hið eina sem nú kemur að gagni er að reyna að gera sér grein fyrir eðlilegri heildarlausn í Ijósi staðreynda sem nú verður að horfast í augu við. Á þeim grundvelli er sendinefnd íslands sannfærð um, að aðalatriði heildarlausnar hljóti að byggjast á eftirtöldum atriðum, sem vissulega virðast nú hafa stuðning flestra sendinefnda á þessari ráðstefnu. 1. Hina eiginlegu landhelgi ber að miða við þröng mörk vegna sigl- ingafrelsis, viðskipta og samgangna á sjó. Líklegt er, að þau mörk verði miðuð við 12 mílur frá grunnlínum. I því sambandi verður að tryggja umferð um sund, sem þýðingu hafa fyrir alþjóðlegar siglingar, og finna verður lausn á vandamálum eyjaklasalanda. 2. Ef hin eiginlega landhelgi er miðuð við 12 mílur, verður efnahags- leg lögsaga yfir auðlindum landgrunns og sjávarsvæða allt að 200 mílum frá grunnlínum einnig að vera liður í heildarlausn. Áður fyrr voru þröng landhelgi eða þröng fiskveiðimörk notuð til að tryggja rétt annarra þjóða til fiskveiða á úthafinu sem næst ströndum, enda þótt réttur strandríkja til 110
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.