Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1974, Blaðsíða 50

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1974, Blaðsíða 50
yrði að byggjast á samkomulagi milli hlutaðeigandi ríkja. 3. Verndun fiskistofna. verður að tryggja með raunhæfum hætti. Þeir fiskistofnar, sem ekki yfirgefa strandsvæðið, verða best verndaðir af strandríkinu sjálfu, og svæðareglur yrðu þá hafðar til hliðsjónar. Strand- ríki sem hefur lífshagsmuna að gæta í sambandi við verndun fiskistofna, mundi í mörgum tilvikum setja strangari reglur en þær, sem almennt gilda samkvæmt samningum, eins og t. d. island hefur lengi gert. Að því er varðar stofna sem ganga milli landa, verða hlutaðeigandi ríki að koma sér saman um verndarreglur, þannig að þær gildi á öllu svæðinu. Varð- andi stofna sem ganga víðs vegar um heimshöfin („highly migratory" t. d. túnfiskur) verða að koma til bæði svæðasamningar og alþjóðasamningar. Engir slíkir samningar mundu að neinu leyti koma í stað efnahagslögsögu strandríkisins heldur vera tii að leysa þann vanda sem strandríkið eitt getur ekki leyst. Auk alls þessa ættu sérstakar reglur að gilda um laxfiska (,,ana- dromous species"), og þá stofna ætti aðeins að veiða f ám. 4. Athuga verður kröfur ríkja til yfirráða yfir hafsbotni umfram 200 mílur, og að sjálfsögðu er það atriði nátengt spurningunni um stærð hins al- þjóðlega hafsbotnssvæðis. Ef til vill liggur lausnin í einhvers konar arð- skiptingu á þessu svæði, eins og háttvirtur fulltrúi Indlands hefur hér minnst á. 5. Fjalla verður um hið alþjóðlega hafsbotnssvæði í samræmi við grund- vallarreglur þær, sem Allsherjarþing S.Þ. samþykkti í desember 1970. Undirbúningsnefndin vann mikið starf á þessu sviði, og sé unnið í anda þeirra reglna, ætti lausn ekki að eiga langt í land. 6. Mengun verður að fyrirbyggja. Bent hefur verið á, að 80% af sjávar- mengun stafi frá landi og að mengun virði ekki sjávarmörk. Aðalatriðíð er því að draga úr mengun frá landi með því að setja í samningsform niðurstöður Stokkhólmsráðstefnunnar um umhverfismál. Einnig verður að draga úr mengun frá skipum með alþjóðlegum reglum, svo sem þegar hefur verið gert að verulegu leyti með samningum gegn losun skaðlegra efna í sjó. Þörf strandríkja á að setja einhliða reglur á þessu sviði minnkar í hlutfalli við auknar alþjóðlegar kröfur. Finna verður jafnvægi. 7. Að meginstefnu til ber að styðja frelsi til vísindalegra rannsókna, en hagsmuni strandríkja verður að tryggja með því að gera ráð fyrir þátttöku þeirra í rannsóknum og aðgangi að niðurstöðum þeirra. Vissar aðrar tak- markanir koma einnig til greina til að tryggja aðra grundvallarhagsmuni strandríkisins. 8. Sanngjarna hagsmuni landluktra ríkja verður einnig að tryggja." Óhætt er að fullyrða, að slík heildarlausn hafi mjög mikið fylgi á ráðstefn- unni, en mikil vinna er framundan til frekari samræmingar á tillögum og fækkun valkosta, þannig að samkomulag náist eða atkvæðagreiðsla geti farið fram. Er nú við það miðað, að næsti fundur ráðstefnunnar verði hald- inn í Genf dagana 17. mars — 10. maí 1975 og að gengið verði frá undirritun alþjóðasamnings í Caracas sumarið 1975. Ekki er þó útilokað, að nauðsyn- legt reynist að halda enn einn fund þess á milli og mundi þá Caracas fund- urinn frestast að sama skapi. Hans G. Andersen 112
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.