Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1976, Blaðsíða 7

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1976, Blaðsíða 7
miAitn- m Iik.lltlDIVI.A 1. HEFTI 26. ÁRGANGUR MAÍ 1976 ÁBYRGÐARSJÓÐUR LÖGMANNA Það er einkenni íslenskrar lögmannastéttar, hve þess gætir lítið, að lögmenn sérgreini sig í einhverri ákveðinni grein lögfræðinnar, en mikið er um slíkt víða erlendis. Að vísu er eitthvað um það, að einstaka lögmenn leggi meiri áherslu á fasteignasölu en málflutning, eða að menn fari frekar með opinber mál en einkamál. Þó kveður ekki mikið að þessu. Flestir lögmenn hér á landi stunda alhliða lögfræðistörf. Segja má, að eitt sé sameiginlegt með flest öllum lögmönnum, en það er fésýsla þeirra fyrir aðra. Það felst í starfi lögmanna að þeir þurfa að taka við peningum og öðrum fjármunum skjólstæðinga sinna og annarra og varð- veita þá um lengri eða skemmri tíma. Varla er nokkurri annarri stétt hér á landi sýnt slíkt traust. En þvf er ekki að neita, að fyrir hefur komið, að ein- staka menn hafa brugðist þessu trausti. I öðrum löndum, þar á meðal Norðurlöndum, hefur á síðari árum verið gripið til ýmissa ráða til að vernda hagsmuni skjólstæðinga lögmanna. Má þar telja svokallaða klientkonto, en þá er lögmönnum skylt að leggja pen- inga skjólstæðinga strax á sérstakan bankareikning og jafnframt að halda þeim aðgreindum í bókhaldi sínu. Þetta kerfi hefur þann kost að peningarn- ir eru sérgreindir og skjólstæðingarnir fá greiðslu úr búinu utan skuldaraðar, ef lögmaðurinn verður gjaldþota. Þetta kerfi hefur verið tekið upp víða um lönd, t.d. í Englandi 1933, Svíþjóð 1936, Danmörku 1940 og Noregi sama ár, og síðan í flestum vestrænum löndum. Þó að kerfi þessu fylgi ströng eft- irlits- og endurskoðunarkvöð, sem viðkomandi lögmannastéttir verða að þola, hefur reynslan sýnt, að klíentkontokerfið hefur ekki reynst nægileg trygging fyrir skjólstæðingana. Af þessum ástæðum hefur verið gripið til þess ráðs víða erlendis að koma á fót svokölluðum ábyrgðarsjóði (Erstatningsfond) til verndar hagsmunum skjólstæðinganna. Slfkir sjóðir starfa í Englandi (síðan 1941), Danmörku, Noregi og Svíþjóð. í Finnlandi er fyrirhugað að stofna ábyrgðarsjóð. Á síðasta aðalfundi LMFÍ, sem haldinn var 26. mars sl., var lagt fram að tilhlutan stjórnar félagsfns frumvarp að samþykktum fyrir ábyrgðarsjóð 1

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.