Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1976, Síða 8

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1976, Síða 8
LMFl. Málið varð ekki útrætt á fundinum, og var að lokum samþykkt að boða til sérstaks fundar, þar sem frumvarpið yrði ítarlegar rætt. Ábyrgðarsjóðsmálið á orðið alllanga sögu i félaginu, og býsna mikið hefur verið um það fjallað innan þess á undanförnum árum. Á árinu 1969 skipaði þáverandi stjórn félagsins nefnd til að gera tillögur um málið. Nefndina skipuðu Einar B. Guðmundsson hrl., og var hann formaður nefnd- arinnar, en auk hans sátu í nefndinni hæstaréttarlögmennirnir Ágúst Fjeld- sted, Sveinn Snorrason og Páll S. Pálsson. Nefndin skilaði áliti 1. apríl 1970 og lagði til, að ábyrgðarsjóður yrði stofnaður innan vébanda LMFÍ, sem starfi á svipaðan hátt og sams konar sjóðir í nágrannalöndum okkar, t.d. í Danmörku. Að tilhlutan nefndarinnar sömdu þeir Ágúst, Sveinn og Hörður Einarsson drög að samþykktum fyrir slíkan sjóð. Þessi drög hafa síðan oft verið rædd á fundum í félaginu, án þess að nokkur ákvörðun hafi verið tekin. Á aðalfundi félagsins 1970 var þó samþykkt sú breyting á samþykktum fé- lagsins, að 50% af tekjum félagsins af málagjöldum skyldu renna í sér- stakan sjóð, sem aðalfundur ráðstafaði til væntanlegs ábyrgðarsjóðs eða annarra þarfa félagsins. Um s.l. áramót voru í þessum sjóði kr. 4.109.679.00. Á félagsfundi í LMFÍ, sem haldinn verður 4. júní n.k., verða lögð fram til umræðu drög að samþykktum fyrir ábyrgðarsjóð, sem hæstaréttarlögmenn- irnir Ágúst Fjeldsted, Guðmundur Ingvi Sigurðsson, Benedikt Blöndal, Jón N. Sigurðsson, Hörður Einarsson, Ragnar Aðalsteinsson, Sveinn Snorrason og undirritaður hafa samið. Höfuðatriði þessa frumvarps eru: 1. Sjóðurinn bætir tjón skjólstæðinga lögmanns, sem þeir verða fyrir vegna fjárþrots hans. 2. Féð verður að hafa komist í hendur lögmannsins vegna stöðu hans og að honum hafi borið skylda til að varðveita það vegna trúnaðarskyldu sinn- ar sem lögmaður. Um bætur er t.d. ekki að ræða fyrir tap, sem skjólstæðing- ur verður fyrir vegna peningaláns til lögmannsins, né heldur vegna tjóns, sem skjólstæðingur verður fyrir vegna mistaka, sem lögmanninum verður á við framkvæmd lögmannsstarfa sinna. 3. Stjórn sjóðsins ákveður endanlega, hvort bætur eigi að greiða úr sjóðn- um, og verður sú ákvörðun ekki borin undir dómstóla. 4. Sjóðfélagar eru allir félagar LMFÍ. 5. Tekjur sjóðsins eru iðgjöld sjóðfélaga og hluti af málagjöldum, auk vaxta og annarra tekna, sem sjóðnum kunna að áskotnast. Ábyrgðarsjóðurinn mun bæði tryggja hagsmuni skjólstæðinganna og efla hag lögmannastéttarinnar. Oft er um það rætt, að samkeppni annarra stétta við stétt okkar fari vaxandi. Er rætt um samkeppni fasteignasala, endur- skoðenda, verkfræðinga svo og annarra lögfræðinga, sem starfa hjá hinu opinbera eða hjá einkafyrirtækjum og félagasamtökum. Ábyrgðarsjóður L.M.F.Í. mun auka traust stéttarinnar út á við og því auðvelda henni að mæta slíkri samkeppni. Sumir lögmenn segja, að það sé galli á hinum fyrirhugaða ábyrgðarsjóði, að hann eigi ekki að bæta tjón, sem verður vegna mistaka, sem lögmann- inum verða á í starfi. Rétt er það, að ábyrgðarsjóðnum er ekki ætlað það hlutverk. Ábyrgðartryggingamál stéttarinnar eru nú til athugunar hjá stjórn L.M.F.Í. Kæmi vel til greina að opna sérstaka deild innan sjóðsins sem hefði það verkefni að bæta slík tjón. Guðjón Steingrímsson. 2

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.