Tímarit lögfræðinga - 01.05.1976, Blaðsíða 9

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1976, Blaðsíða 9
t HÖRÐUR ÞÓRÐARSON Ekki get ég sagt, að mér kæmi það mjög á Jfft ^^^ óvart, er ég spurði lát Harðar Þórðarsonar hinn Jr ^ 6. desember sl. Hörður hafði um nokkurt skeið f % þjáðst af sjúkdómi þeim, er að lokum varð hon- 1 ^0. um yfirsterkari þrátt fyrir ríkan lífsvilja. Þó er það I jp^ 15*' svo, að þótt dauðinn sé óumflýjanlegur okkur dauðlegum mönnum og okkur kunni að gruna að hverju stefnir, fer ekki hjá því, að okkur bregði er ættingjar eða kunningjar falla frá. Herði kynntist ég fyrst, þegar ég var barn að aldri. Hann var tíður gestur á heimili foreldra minna, en faðir minn og hann voru áhugasamir bridgespilarar og spilafélagar um langa tíð. Eft- ir lát föður míns þurfti ég oft að leita til Harðar vegna ýmissa mála, og brást þá ekki, að hann var ávallt boðinn og búinn til að leysa minn vanda. Hörður gat á stundum verið stuttur í spuna og afundinn. Fann ég, að ekki féll öllum að eiga við hann orðaskipti. En fljótt breyttist tónninn ef honum var svarað í sömu mynt og var þá grunnt á gamanyrðum. Hörður lauk stúdentsprófi árið 1927 og lögfræðiprófi frá Háskóla islands 1933. Ekki átti það þó fyrir honum að liggja, að stunda mikið bein lögfræði- störf. Hann réðst að loknu prófi í þjónustu Landsbanka Islands og starfaði þar, uns hann tók við starfi sparisjóðsstjóra við Sparisjóð Reykjavíkur og nágrennis, en því gegndi hann til hinstu stundar. Hörður var sonur Þórðar Sveinssonar yfirlæknis á Kleppi og konu hans Ellen Johanne f. Kaaber, og var elstur sjö systkina, fæddur 11. desember 1909. Hann kvæntist Ingibjörgu Oddsdóttur 24. nóvember 1934, og áttu þau tvö börn, Þórð lækni, sem kvæntur er Sólrúnu Jensdóttur, og Önnu, sem er gift Leifi Dungal lækni. Frú Ingibjörgu og börnum þeirrasendi ég hugheilar samúðarkveðjur. Kristján Torfason.

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.