Tímarit lögfræðinga - 01.05.1976, Blaðsíða 12

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1976, Blaðsíða 12
RENÉ CASSIN Þann 20. febrúar s.l. andaðist í París franski prófessorinn René Cassin, Nobels-verðlaunahafi og um langt skeið heimskunnur lögfræðingur og baráttumaður friðar og mannréttinda í heim- inum. René Cassin var fæddur í Bayonne (Basses- Pyrénnées) þann 5. október 1888, kaupmanns- sonur af gyðingaættum. Hann las lög við Há- skólann í París og fleiri franska háskóla og lauk lögfræðiprófi árið 1908. Árið 1914 varð hann doktor í lögum, hagfræði og stjórnmálum og 1919 prófessor við lagadeild Háskólans í Lille og árið eftir við Háskólann í París. René Cassin tók þátt í fyrri heimsstyrjöldinni og særðist lífs- hættulega af sprengjubroti. Á árunum 1924— 1936 var hann fulltrúi Frakka hjá gamla Þjóða- bandalaginu. Eftir fall Frakklands í síðari heimsstyrjöldinni tókst honum að flýja landsitt og settist að í London. Gekk hann þegar í lið með frelsishreyf- ingu frjálsra Frakka undir stjórn De Gaulles og þegar De Gaulle myndaði út- lagastjórn sína í London, varð René Cassin menntamála- og dómsmálaráð- herra. Var hann jafnframt lögfræðilegur ráðunautur De Gaulles, ekki síst í sambandi við hina erfiðu samninga við brezku ríkisstjórnina um lagalega stöðu útlagastjórnar De Gaulles gagnvart Bretlandi. René Cassin átti og mikinn þátt í stofnun UNESCO, og á árunum 1946— 1958 var hann fulltrúi Frakka hjá Sameinuðu þjóðunum. Þá var hann og skip- aður varaformaður Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna, en hlutverk þeirrar nefndar var að semja uppkast að mannréttindayfirlýsingu. Tók það, sem kunnugt er, nefndina hálft þriðja ár að ganga frá uppkasti sínu, og var yfirlýsingin ekki samþykkt fyrr en á allsherjarþinginu í París 10. desember 1948. Inngangsorð þessarar yfirlýsingar eru á þessa leið: ,,Það þer að við- urkenna, að hver maður sé jafnborinn til virðingar og réttinda, er eigi verði af honum tekin, og sé þetta undirstaða frelsis, réttlætis og friðar í heiminum." Þá segir og í yfirlýsingunni að ,,hafi mannréttindi verið fyrir borð borin og lítilsvirt, hafi slíkt haft í för með sér siðlausar athafnir, er ofboðið hafi sam- visku mannkynsins, enda hafi því verið yfirlýst, að æðsta markmið almenn- ings um heim allan sé að skapa veröld, þar sem menn fái notið málfrelsis, trúfrelsis og óttaleysis um einkalíf sitt og afkomu." Sú hugsun, er á bak við þessar yfirlýsingar liggur, er mjög í samræmi við skoðanir René Cassins á grundvallarskilyrðum fyrir því, að friður megi haldast í heiminum, enda lýsti formaður nefndarinnar, frú Eleanor Roosevelt, því yfir síðar opinberlega, að René Cassin hefði verið aðalhöfundur þessarar Mannréttindayfirlýsingar Sam- einuðu þjóðanna. Segja má, að samþykkt þessarar yfirlýsingar hafi verið

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.