Tímarit lögfræðinga - 01.05.1976, Blaðsíða 13

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1976, Blaðsíða 13
sögulegur atburður. Hefur yfirlýsingin verið þýdd á yfir 80 tungumál, og hafa þær reglur, sem í henni felast, verið teknar upp í stjórnarskrár fjölmargra ríkja, sem stofnuð hafa verið frá árinu 1948. Starf René Cassins í baráttunni fyrir auknum mannréttindum í heiminum hefur því verið árangursríkt, og var það ekki nema að vonum, að honum voru veitt friðarverðlaun Nobels á sjálfu Mannréttindaárinu 1968. René Cassin var kjörinn dómari í Mannréttindadómstóli Evrópu í Stras- bourg við stofnun hans á árinu 1959, og varð hann síðar forseti dómsins og sat þar sem dómari til dauðadags. í heimalandi sínu naut hann að sjálf- sögðu mikillar virðingar sem lögfræðingur, og á því sviði voru honum einn- ig falin mikilverðustu störf. Þannig var hann t.d. gerður að varaforseta Ríkis- ráðsins (Conseil d'Etat) á árinu 1960. Á árunum 1967—1972 starfaði ég sem dómari í Mannréttindadómstól Evrópu í Strasbourg. Kynntist ég þá mörgum mætum mönnum frá hinum ýmsu Evrópuþjóðum, sem dóminn skipuðu. Þar á meðal var René Cassin. Vakti hann strax á sér athygli mína fyrir Ijúfmannlega og fágaða fram- komu. Varð mér og strax Ijóst, hve þekking hans í alþjóðarétti og þá einkum á sviði mannréttinda var yfirgripsmikil og víðtæk. Þrátt fyrir háa elli virtist starfsorka hans og áhugi á starfinu óbilandi. Það leyndi sér heldur ekki, að á meðal samdómenda og alls starfsfólks dómsins, naut hann mikillar virðingar, enda hafa víst fáir menn fórnað nær öll sínu Kfsstarfi í baráttu fyrirfriði, réttlæti og mannréttindum. Enda þótt René Cassin væri mikill hugsjónamaður, þá var hann þó um leið raunsæismaður. Var honum það fullljóst, að ekki væru neinir möguleik- ar á því að breyta manninum sjálfum. Hinsvegar væri það ómaksins vert að reyna að breyta þeim aðstæðum, sem áhrif hafa á alla hegðun manna og hugarfar. Með því að leggja áherslu á að breyta þessum aðstæðum mætti vænta nýrra og betri tíma fyrir allt mannkyn. René Cassin verður mér ógleymanlegur maður. Blessuð sé minning hans. Sigurgeir Sigurjónsson.

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.