Tímarit lögfræðinga - 01.05.1976, Blaðsíða 15

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1976, Blaðsíða 15
ekki í réttarþjóðfélagi, þar sem svona lagað væri látið viðgangast. Þó er þetta látið viðgangast allt í kringum okkur, og enginn hreyfir hönd eða fót. Börn eru tekin af heimilum sínum, annaðhvort vegna ágalla í fari barnsins sjálfs eða foreldranna, og þeim komið fyrir á uppeldisstofnun eða í fóstur, án þess að nokkur tali máli barnsins sjálfs.]) Með því að viðurkenna barnið sem persónu, en ekki einkaeign for- eldranna, viðurkennum við réttindi barnsins, bæði mannúðarleg og lagaleg. Á vissum aldri og undir vissum kringumstæðum getur barnið ekki hugsað um sig sjálft, ekki verndað sig, ekki talað sínu máli eða tekið ákvarðanir, sem eru því fyrir beztu. Foreldrunum er ætlað að annast þessar þarfir barnsins, og er það skylda, sem talin hefur verið hvíla á fjölskyldunni. Ef til vill ætti í staðinn fyrir foreldrarétt að tala frekar um foreldraskyldur, og leggja með því áherzlu á félags- lega skyldu þeirra. Við verðum að gera ráð fyrir því, að sérhvert barn komi öllum við. Þetta þýðir ekki það að taka eigi léttilega á foreldrarétti, eins og hann er skilinn í dag. Það þýðir það, aftur á móti, að sérhvert barn á rétt á, að foreldrarnir standi við skuldbindingar sínar gagnvart því. Réttur foreldra og kenningin um allsherjarforsjón ríkisins. 1 dag er viss félagslegur áhugi á því að viðhalda fjölskyldunni sem þjóðfélagsstofnun, áhugi á því að vernda þá, sem eru minni máttar, 1) Sjá 26. og 28. gr. laga nr. 53/1966. Guðrún Erlendsdóttir lauk lagaprófi 1961 og varð hæstaréttarlögmaður 1967. Hún hefur ver- ið kennari (aðjúnkt) við lagadeild Háskólans frá 1970. Guðrún hefur verið formaður jafnlauna- ráðs síðan 1973, og hún var formaður kvenna- ársnefndar 1975. Hún er bæjarfulltrúi í Garða- bæ og var varaborgarfulltrúi í Reykjavík 1962— 1966. Grein sú sem hér birtist, er byggð á út- varpserindi, sem flutt var vorið 1975. Er þar fjallað um ýmis álitaefni, sem varða réttarstöðu barna. Fjallað er um takmörk foreldravalds og afskipti opinberra aðila af uppeldi barna. Rak- in er saga íslenskrar barnaverndarlöggjafar og rætt um hugsanlegar réttarbætur á því sviði.

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.