Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1976, Blaðsíða 17

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1976, Blaðsíða 17
að barnið geti sjálft notfært sér þau og hvaða réttindi eru þess eðlis að fá verði aðra til að beita þeim í þágu barnsins. Kenningin um rétt foreldris til forræðis barns felur í sér, að sér- hvert kynforeldri eigi rétt á forræði barns síns, nema sannað sé, að foreldrið sé óhæft til að annast barnið. Margir hafa haldið því fram, að þessi réttur hvíli á siðferðilégum grundvelli og náttúrulegu sam- bandi foreldris og barns.5) Ef forsaga þessarar kenningar er athug- huguð nánar, kemur í ljós, að í upphafi kunna fjárhagsástæður að hafa legið henni að baki, þótt siðferðilegar ástæður hafi líka haft sitt að segja. Á tímum lénsskipulagsins gekk forræðisrétturinn, sem hafði viðskiptagildi, kaupum og sölum. Barn hafði fyrst og fremst fjár- hagsgildi fyrir föður sinn. Á þessum tíma var því forræðisrétturinn í raun og veru eignaréttur.6) Þegar tímar liðu var meiri áhersla lögð á velferð barnins. Móðirin fékk forræðið ásamt föðurnum, og miklu meiri áhersla var lögð á persónulega velferð barnsins en fjár- hagsatriðin. Kynforeldrarnir voru vegna sambands síns við barnið taldir þeir aðilar, sem hæfastir væru til að annast þarfir þess. En jafnframt hefur ríkið talið sig geta gripið inn í sem verndara barna, þegar það áleit slíka íhlutun nauðsynlega. Lagavernd barna áður fyrr. Allt fram á 20. öld kom fram í löggjöf takmarkaður áhugi á því, hvernig foreldrar færu með börn sín, og hin eina lagavernd, sem börn höfðu gegn misþyrmingum foreldranna, var í refsilöggjöfinni. Samkvæmt Norsku lögum (1687) var börnum aftur á móti refsað með arfsmissi og þrælkunarvinnu, ef þau töluðu ótilhlýðilega til for- eldra sinna eða bölvuðu þeim. Ef börn réðust á foreldra sína, áttu þau dauðarefsingu á hættu.7) Það er ekki lengra síðan en 1886, að hæstiréttur Noregs dæmdi 2 börn í lífstíðar þrælkunarvinnu fyrir að tala ótilhlýðilega við móður sína.8) 1 tilskipun um húsaga 3. júní 1746, 8. gr., er foreldrum heimilað að leggja hendur á börn sín og refsa þeim með hrís, og í D.L. 6-5-6 er hjónum heimilað að refsa börnum sínum fyrir óhlýðni.9) Aftur á móti var tekið ákaflega léttilega á því. að foreldrar misþyrmdu börnum sínum. 5) Sjá Sanford N. Katz: When Parents Fail, bls. 4. 6) Sjá Sanford N. Katz: When Parents Fail, bls. G. 7) Anders Bratholm: Umyndige Personer, bls. 80. 8) Brandts Repertorium 1, Saml. II, bls. 86. 9) Sjá Armann Snævarr: Barnaréttur, bls. 10. 11

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.