Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1976, Blaðsíða 18

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1976, Blaðsíða 18
Fljótlega fór þó þjóðfélagið að viðurkenna í auknum mæli þörfina á því að grípa inn i, þegar um var að ræða misnotkun eða van- rækslu á börnum. Aðalíhlutun ríkisins í málefni fjölskyldunnar hefur einmitt verið á sviði sambandsins milli foreldra og barna. Frá laga- legu sjónarmiði er þetta samband líklega ótryggast af öllum fjöl- skyldusamböndum. Ekkert lagaúrræði er nú fyrir hendi fyrir ríkis- valdið til þess að binda enda á samband hjóna gegn vilja þeirra.10) En samband foreldra og barna getur orðið fyrir beinni eða óbeinni íhlutun ríkisins. Tilhneiging hefur verið til að líta góðlátlega á þessa íhlutun ríkisins og reynt að draga úr áhrifum hennar, sem annars kynni að vera álitin hrein árás á friðhelgi heimilisins. Umfang í'oreldravalds. 1 íslenskum lögum er hugtakið foreldravald skýrgreint þannig, að það sé lögráð yfir persónuhögum barns, sem er ósjálfráða sakir æsku.H) Auk þeirra réttinda og skyldna, sem leiðir af venjulegum lög- ráðum, fylgja foreldravaldi réttindi og skyldur sifjaréttarlegs eðlis, og ber þar mest á skyldu foreldra til að annast framfærslu og uppeldi barnsins.12) Samkvæmt þessu felur því foreldravald í sér almenn ráð á persónuhögum barns.13) Hin almenna skoðun er sú, að foreldravald nái til allra þátta í lífi barnsins, nema öðru vísi sé fyrir mælt í lögum eða af stjórnvöldum. Sem dæmi um þetta hefðbundna foreldravald er réttur til forræðis, réttur til að gefa barni nafn, réttur til að ráða trúarbrögðum barnsins og menntun þess og réttur til að aga barnið. Eins og að framan segir felst ekki aðeins í foreldravaldinu réttur til handa foreldrum. Á þeim hvíla líka skyldur gagnvart börnunum. Framfærsluskyldan, sem er ein helsta foreldraskyldan, felur það í sér m.a., að foreldrar hafa vald til að ákveða, hvar barnið skuli búa, hvað það borði og hvernig það klæðist. Skyldan til að búa barni heppilegt siðferðislegt uppeldi felur líkast til í sér vald til að ritskoða bækur og ákveða hvaða bíó- myndir barnið megi sjá. Til að tryggja réttindi barna þarf að byrja á því að styrkja hæfni foreldranna og þau félagslegu úrræði, sem gera barninu það mögulegt að þroskast innan síns eigin heimilis. Það er heppilegasta umhverfið 10) Sjá þó 24. gr. laga nr. 60/1972. 11) Sbr. 1. mgr. 22. gr. laga nr. 95/1947. 12) Þórður Eyjólfsson: Persónuréttur, bls 104 13) Armann Snævarr: Barnaréttur, bls. 136. 12

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.