Tímarit lögfræðinga - 01.05.1976, Blaðsíða 20

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1976, Blaðsíða 20
fyrir því, að samkomulagið sé börnunum fyrir bestu. Og í engum þessara mála er nokkur trygging fyrir því, að réttindi barnsins sitji í fyrirrúmi. Það er tekinn sem sjálfsagður hlutur, að með því að sjá fyrir þörfum barnsins, séu réttindi þess jafnframt tryggð. Réttindi barnsins verða aðeins try ggð með nýju viðhorfi að því er snertir laga- lega áhættu þess við málsmeðferðina og með því, að barnið hafi sér- stakan lögfræðing, sem talar máli þess. Nú hefur álit barnsins á því, hjá hverjum það vilji vera, lítið að segja; það er aðeins eitt af þeim atr- iðum, sem skoðuð eru, ef nokkurt tillit er þá tekið til þess. Ef barn er aðili að einkamáli, verður að skipa því talsmann. Barnið ætti miklu fremur að fá skipaðan talsmann í máli, þar sem verið er að ákvarða dvalarstað þess og í raun alla framtíð þess. Því á, að mínu áliti, að skipa barni talsmann í forræðismálum. For- eldrarnir og aðrir þeir aðilar, sem um forræðið deila, hafa sína lög- fræðinga, og engan veginn er víst, að hagsmunir falli hér saman. 1 mjög mörgum tilvikum, sem snerta velferð og frelsi barna, er þess ekki krafist, að málið sé ákvarðað af dómstólum eða að börnin njóti lögfræðiaðstoðar. Þróun barnaverndarlöggjaf ar hér á landi. Við skulum líta nánar á, hvernig barnavemdarlöggjöf er háttað hér á landi. Mun ég byrja á því að rekja þróun barnaverndarlöggjafar, og þá fyrst aðdraganda fyrstu barnaverndarlaganna nr. 43/1932. Lög nr. 43/1932. Árið 1930 skipaði dómsmálaráðuneytið 3 manna nefnd til að 1) gera tillögur um löggjöf, er styðji heimilin við uppeldi vangæfra barna og 2) að gera tillögur um aðrar aðgerðir, svo sem frjálsan félagsskap til verndar siðferði barna og unglinga. 1 nefndinni áttu sæti Jón Jónsson, Guðrún Lárusdóttir og Jón Baldvinsson.15) Nefndin vann mikið starf og safnaði upplýsingum frá prestum, oddvitum, bæjarstjórum og skóla- stjórum um land allt. Samkvæmt þessum upplýsingum taldi nefndin, að nauðsynlegt væri að koma upp fávitahæli, og auk þess væri mesta nauðsyn á, að við eignuðumst sérstök lög um barnavernd, hliðstæð lög- um nágrannaþjóða okkar um þau efni. Fyrstu barnaverndarlög á Norð- urlöndum voru norsku lögin frá 1896. I Svíþjóð voru fyrst sett barna- verndarlög árið 1902, en árið 1905 í Danmörku. Þessir nefndarmenn 15) Alþingistíðindi A-deild 1932. 14

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.