Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1976, Qupperneq 22

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1976, Qupperneq 22
Samkvæmt barnaverndarlögunum frá 1932 átti barnaverndarnefnd að dæma um það, hvaða heimili væru óhæf börnum, en ekki ráðuneyti, valdsmaður eða fátækrastjórn. Barnaverndarnefnd átti að annast þá barnavernd, sem fátækrastjórn og' skólanefndir kaupstaðanna höfðu samkv. eldri lögum. Með lögum nr. 76/1933 voru ýmsir viðaukar og breytingar gerðar á lögunum um barnavernd frá 1932 Með bráðabirgðalögum nr. 22/1941 var kveðið sérstaklega á um eftirlit með ungmennum allt að 20 ára aldri og settur á stofn sérstakur ungmennadómur til að dæma mál út af lögbrotum og öðru misferli ungmenna. Bráðabirgðalög þessi voru staðfest með lögum nr. 62/1942 um eftirlit með ungmennum, þó þann- ig, að ungmennadómur dæmdi einungis mál þeirra, sem brotlegir urðu fyrir 18 ára aldur. Samkvæmt þessum lögum átti að setja á stofn í hverri sveit á landinu sérstaka dómstóla, skipaða héraðsdómara og 2 meðdómendum, til að fara með mál, ef ungmenni skyldi úrskurða í hælisvist eða á heimili. Lögnr. 29/1947. Skorta þótti á, að lög nr. 43/1932 um barnavernd væru nægilega rækileg. Ástæða þótti auk þess til að samræma þau ákvæðum laga nr. 62/1942 um eftirlit með ungmennum o.fl. Var því skipuð nefnd til að semja nýtt frumvarp til laga um vernd barna og ungmenna. I þessari nefnd áttu sæti Gizur Bergsteinsson, Símon Jóh. Ágústsson og Vil- mundur Jónsson. Frumvarpið, sem var flutt í fyrsta skipti 1943, varð að lögum nr. 29/1947. Þá höfðu barnaverndarnefndir starfað hér á landi á annan áratug. Þessi lög höfðu að geyma margs konar ákvæði, sem ekki voru í eldri lögum, og reynslan hafði sýnt, að nauðsynleg væru til þess að barnaverndaryfirvöld gætu leyst störf sín sem best af hendi. Lög nr. 53/1966. Hlutverk barnaverndaryfirvalda. Á árinu 1961 skipaði menntamálaráðherra nefnd manna til að end- urskoða lögin um vernd barna og ungmenna. 1 nefndinni áttu sæti Sveinbjörn Jónsson, þáverandi formaður barnaverndarráðs, Ármann Snævarr, Guðmundur Vignir Jósefsson, séra Gunnar Árnason, Gunn- laugur Þórðarson, Magnús Sigurðsson og Símon Jóh. Ágústsson. Nefnd þessi samdi frumvarp, sem varð að lögum nr. 53/1966. Vel var vandað til löggjafar þessarar, og eru lögin um margt ýtarlégri og fyllri en fyrri lög, og leggja jafnframt aukin störf og skyldur á barnaverndarnefndir. 16

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.