Tímarit lögfræðinga - 01.05.1976, Blaðsíða 23

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1976, Blaðsíða 23
Verkefni barnaverndaryfirvalda er oft talið vera þríþætt. 1 fyrsta lagi er það eftirlitshlutverk, í öðru lagi varnaðarhlutverk og í þriðja lagi beinar þvingunarráðstafanir. Ég mun nú gera lauslega grein fyr- ir þessum hlutverkum barnaverndaryfiravalda. Eftirlitshlutverk barnaverndarnefnda er víðtækt. Þeim er falið eftir- lit með aðbúð og uppeldi barna á heimili (5., 21. gr.) og utan heim- ilis, svo og eftirlit með uppeldisstofnunum (37., 55. gr.), ef slíkt eftir- lit er ekki falið öðrum með sérstökum lögum. Þá skulu barnaverndar- nefndir hafa eftirlit með börnum og ungmennum, sem eru líkamlega eða andlega miður sín (5., 25., 38. gr.), og eftirlit með börnum og urig- mennum, sem eru siðferðilega miður sín, hafa framið afbrot eða eru á annan hátt á glapstigum (5., 28., 31., 38.,46., 47. gr.). Varðandi varnaðarhlutverk barnaverndarnefnda má nefna leiðbein- ingar og liðsinni barnaverndarnefnda (26. gr.), skipun eftirlitsmanns (26. gr.), áminningar (31. gr.), svo og eftirlit með skemmtunum (43., 58. gr.), og vinnuvernd (41. gr.). Barnaverndarnefndir skulu veita um- sagnir í ættleiðingar- og forræðismálum. Þessi mál eru ákaflega vand- meðfarin, og hjá stærri barnaverndarnefndum er reynt að gera slíkar umsagnir á sem faglegastan hátt með hjálp sérfræðinga. Vandasamasta og jafnframt umdeildasta verkefni barnaverndar- nefnda eru úrskurðarmálin. Það eru mál, sem fjalla um sviptingu for- eldravalds, töku barns af heimili, kröfu um, að barn skuli flutt frá fósturforeldrum, vistun barns á upptökuheimili eða vistheimili gegn vilja forráðamanna (13., 14., 26., 28., 31., 36. gr.). 1 barnaverndarlögunum eru ítarleg ákvæði um störf og starfshætti barnaverndarnefnda og ráðs (4. og 5. kafli). Þar er boðið í 13. gr., að héraðsdómari (í Eeykjavík borgardómari) skuli taka sæti í barna- verndarnefnd ex officio, ef ekki er þar lögfræðingur í hópi kosinna nefndarmanna. Þetta gildir þegar úrskurða þarf um töku barns af heimili, sviptingu foreldravalds, kröfu um, að barn skuli flutt frá fóst- urforeldrum, eða kröfu um, að felldur sé niður úrskurður um töku barns af heimili eða sviptingu foreldravalds. Þá segir í lögunum (14. gr. 2. mgr.), að öllum meiri háttar málum skuli ráðið til lykta með rökstuddum úrskurði. Hann skuli birta fyrir aðila með ábyrgðarbréfi eða á annan viðlíka tryggilegan hátt og bent skuli á, að unnt sé að skjóta honum til barnaverndarráðs. Einnig er í lögunum (14. gr. 1. mgr.) ákvæði um vanhæfni nefndarmanna til með- ferðar einstakra mála. Samkvæmt 56. gr. 1. málsgr. laganna geta foreldrar eða aðrir forráða- menn barns, svo og aðrir þeir, sem hagsmuna eiga að gæta vegna ráð- 17

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.