Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1976, Page 24

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1976, Page 24
stafana barnaverndarnefndar, borið mál undir barnaverndarráð til fullnaðarúrskurðar. Málskot til barnaverndarráðs frestar ekki framkvæmd ákvörðunar barnaverndarnefndar, en þegar sérstaklega stendur á getur barnavernd- arráð ákveðið, að framkvæmd ályktana barnaverndarnefndar skuli frestað, uns ráðið hefur fellt úrskurð sinn (56. gr. 2. málsgr.). Ef barnaverndarráð verður þess áskynja, að barnaverndarnefnd hafi gert ráðstafanir andstætt lögum, ber barnaverndarráði að láta mál til sín taka, þótt því hafi ekki verið skotið til ráðsins. Það felst í eftirlits- skyldu barnaverndarráðs með barnaverndarnefndum og barnaheimil- um og uppeldisstofnunum, að ráðið verður oft að láta mál til sín taka af eigin frumkvæði (sbr. 51., 52., 53., og 54. gr.). Samkvæmt 56. gr. 3. málsgr. getur barnaverndarráð metið að nýju bæði lagahlið málsins og sönnunargögn. Það getur ýmist staðfest úr- skurð barnaverndarnefndar að niðurstöðu til eða hrundið honum að nokkru eða öllu, þ. á m. mælt fyrir um aðrar ráðstafanir en barna- verndarnefnd. Ráðið getur einnig vísað málinu til nefndarinnar til með- ferðar að nýju, svo og aflað gagna sjálft eða fyrir atbeina barna- verndarnefnda eða með öðrum hætti. Úrskurðir barnaverndarráðs eru fullnaðarúrskurðir samkv. 56. gr. 1. málsgr. Þeim verður því ekki vísað til menntamálaráðuneytis, en það ráðuneyti hefur yfirstjórn barnaverndarmála sbr. 2. gr. Dómendur skera úr um embættistakmörk yfirvalda samkv. 60. gr. stjórnarskrárinnar, og má því bera undir dómstól, hvort úrlausn barna- verndarráðs fær staðizt, þ. e. a. s. hvort barnaverndarráð hafi fylgt lögmætum reglum við meðferð máls. Einnig er þar ákvaéði (20. gr.) um heimild foreldra eða forráðamanna barns til að tjá sig um málefni, áður en úr því er leyst. Getur barna- verndarráð mælt fyrir um formlegan málflutning fyrir ráðinu. Formað- ur barnaverndarráðs skal vera lögfræðingur. Er réttaröryggi barna nægilega tryggt með barnaverndarlögunum? Þau mál, sem varða meiri háttar ráðstafanir gagnvart börnum eða forráðamönnum þeirra, eru eins og að framan segir vandasömustu mál barnaverndarnefnda, og er ákaflega mikilsvert, að málsmeðferð öll sé hin vandaðasta. Þarna er verið að ganga inn á svið helgustu mannrétt- inda. 1 lögunum um vernd barna og ungmenna nr. 53/1966 er reynt að búa sem best að barnaverndarnefndum og ráði, þegar fjallað er um þessi viðkvæmu mál. En er það nægilegt? 18

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.