Tímarit lögfræðinga - 01.05.1976, Blaðsíða 25

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1976, Blaðsíða 25
Barnaverndarlögin hafa-'að geyma víðtæka heimild til frelsissvipt- ingar og til annarrar íhluttmar í mikilvæg mannréttindi. Það er því frávik frá réttarkerfi okkar, að íhlutun í þessi mál er ekki dómstóla- mál. Með því að flytja dómsvaldið yfir á nefndir kosnar af sveitarstjórn- um, hefur réttaröryggið verið mjög skert. Barnaverndarlögin eru byggð á ýmsum forsendum. Ein er sú, að taka barns af heimili skuli vera neyðarráð, alltaf eigi áður að vera búið að reyna önnur og vægari úrræði (sbr. 26. og 28. gr.). Þótt „velferð barnsins" sé vafalaust leiðarstjarnan fyrir starfsemi barnaverndarnefnda, vernda lögin réttindi foreldra og forráðamanna með því að krefjast þess, að viss tilvik séu fyrir hendi til að íhlutun sé heimil. Það má teljast mikil réttarskerðing, ef aðilar að máli, sem er til meðferðar hjá barnaverndarnefnd, hafa ekki tækifæri til að koma sínum skoðunum á framfæri og halda uppi vörnum á sama hátt og þegar um dómsmál er að ræða. Ekki skiptir máli í þessu sambandi, þótt íhlutunin sé í sjálfu sér réttmæt. Réttur til að tala máli sínu felur í sér, að maður fái allar upplýsingar, sem nefndin hefur yfir að ráða. Ekki er nein trygging fyrir því, að foreldr- um eða öðrum forráðamönnum barns sé kynntur réttur til áfrýjunar til barnaverndarráðs. Yfirleitt er oft erfitt að gera sér grein fyrir því, á hverju ákvörðun nefndar er reist, því að það kemur sjaldnast fram í úrskurðum nefnd- anna. Rétt er að benda á það, að ítarleg könnun þyrfti að fara fram á því, hvernig barnaverndarlögin frá 1966 hafa reynst. Þótt ákvæði sé um það í lögunum, að héraðsdómari taki stundum sæti í nefndunum, er forsendan fyrir því sú, að nefndin hafi þegar myndað sér skoðun um málið. Má telja það mikinn veikleika, hve dóm- arinn kemur seint inn í málið. Hér hefur engin rannsókn farið fram á því, hve oft hefur verið kallað á héraðsdómara vegna úrskurða barna- verndarmála. Ef lögfræðingur á sæti í barnaverndarnefnd, þarf ekki að kalla á dómara. Það er auðvitað engin trygging fyrir því, að maður, þótt lögfræðingur sé, hafi reynslu dómara í meðferð mála, eða sér- menntun á sviði barnaverndarmála. Hér á landi starfa barnaverndarnefndir yfirleitt mjög samviskusam- lega. Er ég ekki að hnýta í starfsemi þeirra, þótt ég leyfi mér að láta í ljós vafa um, að nefndir láti í hverju einstöku máli eingöngu stjórn- ast af tillitinu til þess, hvað barni sé fyrir bestu. önnur atriði geta líka hafa haft áhrif á nefndina, fjárhagslegs- eða siðferðilegs eðlis og mörg fleiri atriði, sem fela sig á bak við lagaákvæðin. Ef sérstakur 19

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.