Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1976, Síða 26

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1976, Síða 26
talsmaður væri skipaður fyrir barnið í hverju tilviki, þá myndi vera miklu minni hætta á því, að annarleg sjónarmið hefðu áhrif á störf nefndanna.16) Þrátt fyrir þá augsýnilegu hagsmuni, sem í húfi eru fyrir barn, þegar verið er að fjalla um ráðstöfun á því, hefur það þó ekki beina aðild að málinu. Lögin gera ráð fyrir því, að foreldrar barns séu að öðru jöfnu hæfastir til að gæta hagsmuna þess. Þetta sjónarmið ætti ekki að ráða, þegar ráðstöfun barns verður deiluefni milli foreldra, þeir geta ekki ráðið fram úr því sjálfir og verða að leita á náðir yfir- valda eða dómstóla til úrskurðar. Þetta sjónarmið um hæfni foreldr- anna ætti ekki heldur að ráða, þegar hið opinbera dregur í efa hæfni þeirra til að annast börnin. Ekki ætti heldur að gera ráð fyrir því, að ríkið gæti hagsmuna barnsins.17) Þess vegna er það afar mikilvægt, að barnið verði viðurkennt sem sjálfstæður málsaðili og að því sé séð fyrir lögmanni, sem eingöngu gætir hagsmuna barnsins og metur, hvað valdi barninu minnstum skaða. 1 málaferlum, hvort heldur fyrir dóm- stól eða stjórnvaldi, verður lögmaður barnsins á sjálfstæðan hátt að túlka og meta hagsmuni skjólstæðings síns, þ. á m. nauðsynina á því að komast fljótt að endanlegri niðurstöðu. Þarfir barna geta verið allt aðrar en þarfir kynforeldra, fósturforeldra eða hins opinbera. Þeg- ar deila er um forræði þeirra, geta þess vegna ekki lögmenn hinna fullorðnu gætt hagsmuna þeirra á fullnægjandi hátt. Börnin þurfa að vera aðilar málsins, hvort sem málið er rekið fyrir dómstóli eða stjórn- valdi, algerlega óháð hinum fulltíða aðilum. Hvað er til úrbóta? Ég hef hér að framan fjallað nokkuð um hættuna á því, að skert sé réttarvernd barnsins með því að láta barnaverndarnefndir hafa úr- skurðarvald í málum, sem varða meiri háttar ráðstafanir gagnvart börnum. Sú spurning kemur því upp, hvað sé unnt að gera til úrbóta á þessu sviði. Það er vissulega hægt að gera breytingar á starfsemi barna- verndarnefnda til að tryggja frekar réttaröryggið með því að setja ófrávíkjanlegar og strangar reglur um meðferð mála fyrir barna- verndarnefnd. Þá myndu nefndirnar breyta nokkuð um svip og vinna 16) Sbr. Gerd Benneche: Rettssikkerheten i barnevernet, þar sem gerð er grein fyrir ítarlegri rannsókn á framkvæmd barnaverndarmála í Noregi. 17) Gerd Benneche: Rettsikkerheten i barnevernet, bls. 14. 20

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.