Tímarit lögfræðinga - 01.05.1976, Blaðsíða 29

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1976, Blaðsíða 29
skortir lagaákvæði um agavald foreldra. Þó er talið, að þeir, sem hafa foreldravald yfir barni, geti beitt líkamlegum agaúrræðum til að knýja börn til hlýðni.20) Það er hægt að spyrja um það, hvort þau lagaákvæði, sem við höf- um til að vernda börn gegn ótilhlýðilegri meðferð foreldra eða ann- arra forráðamanna, séu nægileg. Rannsóknir erlendis benda til þess, að mikið sé um brot á þessu sviði, sem aldrei koma fyrir almanna- sjónir.2i) Orsökin til þessa er sú, að fórnarlömbin, börnin, eru þess oft ekki umkomin að kvarta undan ástandinu. Oft er það aðeins, þeg- ar meðferðin er mjö'g slæm eða stendur lengi, að annað fólk tekur eftir því, og yfirvöldin eru látin vita um málið. Margar ástæður liggja til þess, að nágrannar og aðrir þeir, sem vita um aðstæður, hika við að kvarta til barnaverndarnefnda, lögreglu eða annarra yfirvalda. Af- leiðingin er sú, að vanræksla og jafnvel bein misþyrming getur átt sér stað í lengri tíma, án þess að neitt sé gert. Við höfum ítarlegar réglur um lögráðamenn og yfirlögráðanda, þar sem reynt er að vernda f járhagslegan rétt barns á sem tryggilegastan hátt. Það er kominn tími til að velferð barnsins, að því er snertir per- sónuleg málefni, verði sýndur samsvarandi áhugi af hálfu löggjafans. Það er skylda okkar, bæði gagnvart börnum og þjóðfélaginu, að brúa bilið, sem er á milli mannréttinda fullorðinna og barna. Þessi skylda er viðurkennd um allan heim og orðuð í Yfirlýsingu S.Þ. um barna- réttindi, frá 20. nóv. 1959, 2. gr.22) Barnið á að njóta sérstakrar verndar og á að hafa tækifæri og mögu- leika samkvæmt lögum og á annan hátt, sem gera því fært að þrosk- ast líkamlega, andlega, siðferðilega, sálarlega og félagslega á heil- brigðan og eðlilegan hátt í anda frelsis og velsæmdar. Við setningu laga til að ná þessum tilgangi, skal velferð barnsins alltaf sitja í fyrirrúmi. 20) Ármann Snævarr: Barnaréttur, bls. 169. 21) Anders Bratholm: Umyndige personer, bls. 102. 22) Declaration of the Rights of the Child. — Basic Documents of Human Rights, bls. 189—190. Edited by Jan Browntie. Clarendon Press, Oxford 1971. HEIMILDARRIT: Ármann Snævarr: Barnaréttur, Rvk. 1972. Björn Björnsson: Barnaverndarnefndir, viðfangsefni, úrlausnir. Erindi, flutt á ráð- stefnu um málefni yngstu borgaranna, marz 1974. Þórður Eyjólfsson: Persónuréttur, Rvk. 1967. 23

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.