Tímarit lögfræðinga - 01.05.1976, Blaðsíða 31

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1976, Blaðsíða 31
Frá Jmannafélagi fslands___________ AUKAAÐALFUNDUR OG GJALDSKRÁRMÁL Hinn 23. janúar s.l. var haldinn aukaaðalfundur L.M.F.Í. Var efni fund- arins hækkun gjaldskrár félagsins, svo og breyting á samþykktum þess vegna málagjalda Formaður félagsins Páll S. Pálsson hrl hafði framsögu. Ræddi hann um gjaldskrá félagsins og þá stöðu, sem nú væri komin upp vegna hækkunar á ýmsum gjöldum til ríkissjóðs og áhrifa mikilla verðhækkana að öðru leyti. Lagði hann fyrir fundinn svofellda tillögu frá stjórn félagsins: „Aukaaðalfundur L.M.F.Í. haldinn 23. janúar 1976 samþykkir að allar lág- markstölur og viðmiðunartölur gjaldskrárinnar hækki um 50% og felur stjórn félagsins að gefa út gjaldskrána þannig breytta." Tillagan var samþykkt samhljóða. Þá var samþykkt ný 17. gr. samþykkta félagsins, sem nú hljóðar svo: „Hver félagsmaður greiði gjald af hverju því máli, er hann þingfestir í héraði eða fyrir Hæstarétti. Af fé því, er þannig innheimtist, skulu 30% renna í félagssjóð, 20% í námssjóð félagsins,en 50% í sérstakan sjóð, sem aðalfundur ráðstafar til væntanlegs ábyrgðarsjóðs eða annarra þarfa félags- ins. Aðalfundur ákveður upphæð gjaldsins fyrir eitt ár í senn." Breyting þessi á samþykktum félagsins biður enn samþykkis dómsmála- ráðuneytisins, er þetta er ritað. Hinn 10. febrúar barst félaginu erindi frá verðlagsstjóra þess efnis, að frestað yrði gildistöku hinnar nýju gjaldskrár félagsins til 20. mars, en að þeim tíma liðnum myndi embætti hans ekki gera neinar athugasemdir við það, að gjaldskrárhækkunin tæki þá gildi. Stjórn félagsins samþykkti að fallast á tilmæli verðlagsstjóra, og beindi hún því til félagsmanna, að þeir beittu ekki hinni nýju gjaldskrá fyrr en 20. mars. Brynjólfur Kjartansson. AÐALFUNDUR 1976 Aðalfundur L.M.F.Í. var haldinn föstudaginn 26. mars s.l. að Hótel Loft- leiðum. Formaður félagsins Páll S. Pálsson hrl setti fundinn, en fundar- stjóri var kosinn Guðmundur Ingvi Sigurðsson hrl og kvaddi hann Jón Gunnar Zoéga hdl til fundarritarastarfa. 25

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.