Tímarit lögfræðinga - 01.05.1976, Blaðsíða 32

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1976, Blaðsíða 32
Stjórn Lögmannafélags Islands 1975—1976, frá vinstri: Jón Finnsson hrl, Ragnar Aðalsteins- son, hrl. Páll S. Pálsson hrl (formaður), Brynjólfur Kjartansson hdl og Guðjón Steingrímsson hrl. (Ljósm. Ljósmyndastofa Vigfúsar Sigurgeirssonar s/f). I upphafi skýrslu sinnar minntist formaður þeirra félaga og fyrrverandi félaga, sem látist höfðu frá síðasta aðalfundi, þeirra Þorvaldar Þórarinsson- ar, Áka Jakobssonar og Hermanns Jónassonar, en fundarmenn risu úr sæt- um í virðingarskyni við hina látnu. í skýrslu formanns kom fram, að alls höfðu 38 stjómarfundir verið haldnir á starfsárinu. Auk þess höfðu verið haldnir framhaldsaðalfundur, einn al- mennur félagsfundur og aukaaðalfundur. Kærumál voru sýnu færri en árinu áður, alls 22. Þá gat formaður þess, að það hefði á s.l. ári komið í hlut L.M.F.Í. að taka á móti fulltrúum frá stjómum lögmannafélaga hinna Norð- urlandanna og að hafa forstöðu fyrir móti þessara aðila hér í Reykjavík, en nánar er getið um fund þennan í 2. hefti TL 1975. Á fundinum voru fráfarandi formanni fluttar þakkir fyrir mikil störf í þágu félagsins. Skv. lögum þess getur formaður lengst setið í 3 ár, og hafði Páll S. Pálsson hrl gegnt formannsembættinu í þann tíma. Formaður félagsins var kjörinn Guðjón Steingrímsson hrl, en meðstjórn- endur til tveggja ára Gylfi Thorlacius hdl og Hjalti Steinþórsson hdl, í stað þeirra Guðjóns Steingrímssonar hrl og Ragnars Aðalsteinssonar hrl, sem gengu úr stjórninni skv. félagslögum Áfram sitja í stjórninni til næsta aðal- fundar Jón Finnsson hrl og Brynjólfur Kjartansson hdl. Varamenn voru kjömir Jón E. Ragnarsson hrl, Jón Gunnar Zoéga hdl og SigurðurGeorgsson hdl. Endurskoðendur voru kjörnir Ragnar Ólafsson hrl og Helgi V. Jónsson hdl. 26

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.