Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1976, Side 33

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1976, Side 33
Gjaldskrárnefnd var endurkjörin, en í henni eiga sæti: Gunnar Sæmunds- son hdl, Jón Ólafsson hrl og Skúli J. Pálmason hrl, en til vara Jónas A5al- steinsson hrl, Garðar Garðarsson hdl og Hilmar Ingimundarson hrl. Örn Clausen hrl gerði grein fyrir störfum nefndar, sem undirbýr nýskipan gjaldskrár félagsins. Þá urðu miklar umræður um fyrirhugaðan ábyrgðarsjóð félagsins, en sam- þykkt var að boða til sérstaks fundar um málið. Samþykkt var að hækka árgjald félagsmanna í kr. 20.000.—. Þá var svohljóðandi ályktun samþykkt: „Aðalfundur Lögmannafélags Islands haldinn 26. mars 1976 telur það for- sendu fyrir því að lögmenn og dómarar hvarvetna í heiminum geti sinnt skyldustörfum sínum í starfi, að þeir geti sinnt þeim óhindraðir af valdhöf- um í landi sfnu og lögmenn og dómarar geti í hvívetna í starfi sínu tekið afstöðu án þess að eiga á hættu að sæta ofsóknum af hálfu valdhafa. Því fordæmir fundurinn það ofbeldi sem lögmenn og dómarar hafa sætt víða um heim vegna starfa sinna og skoðana og birst hafa m.a. í því að lögmenn og dómarar hafa verið fangelsaðir og pyntaðir eða jafnvel horfið sporlaust. Þá fordæmir fundurinn ekki síður þær þvinganir, sem lögmenn og dóm- arar hafa sætt á annan hátt, svo sem með missi stöðu eða starfsréttinda vegna þess að þeir hafa ekki viljað beygja sig fyrir valdhöfum. Fundurinn lýsir því yfir, að hann styðji þá baráttu, sem hefur þegar verið hafin í þeim tilgangi að vekja athygli á ofsóknum þeim, sem lögfræðingar hafa sætt víða um heim vegna starfs síns eða skoðana og vonar, að barátt- an leiði til þess, að sem víðast fái dómarar og lögmenn að gegna starfi sínu án þess að eiga á hættu að lenda í fangelsi eða sæta öðrum afarkostum af hálfu valdhafa.“ Að kvöldi aðalfundardags var árshátíð félagsins haldin að Hótel Loftleiðum. Ræðu kvöldsins flutti Jón E. Ragnarsson hrl, og Guðrún Á. Símonar óperusöngkona söng. Fór hátíðin hið besta fram. Brynjólfur Kjartansson. 27

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.