Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1976, Blaðsíða 34

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1976, Blaðsíða 34
Frá LögfræMngafélagi íslands FRÁ RÍKISSTARFSMANNADEILD LÖGFRÆÐINGAFÉLAGS ÍSLANDS Ríkisstarfsmannadeild LögfræSingafélags islands var komið á fót í árs- byrjun 1974, til þess að fara með samningsumboð félagsmanna gagnvart ríkinu skv. lögum nr. 46/1973 um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Samkvæmt nefndum lögum greinast kjarasamningar opinberra starfs- manna í tvo meginþætti, aðalkjarasamning og sérkjarasamning. I aðalkjara- samningi er, skv. 5. gr. laganna, kveðið á um launastiga og meginreglur til viðmiðunar um skipan í launaflokka, föst laun, vinnutíma, orlof, svo og önn- ur kjaraatriði, þar sem allir ríkisstarfsmenn innan B.H.M. eru saman á báti. Þar sem B.H.M. er heildarsamtök háskólamenntaðra manna, en ekki ein- vörðungu ríkisstarfsmanna, þá er það ekki stjórn B.H.M., sem stendur að gerð aðalkjarasamnings, heldur svokallað launamálaráð B.H.M. í launamála- ráð B.H.M. tilnefnir hvert aðildarfélag einn fulltrúa. Af hálfu lögfræðinga er það ríkisstarfsmannadeild L.í. sem kýs fulltrúa í launamálaráð, en launamála- ráðið fer, eins og áður er sagt, með allt samningsumboð við gerð aðalkjara- samnings. Aðalkjarasamning hefur launamálaráð B.H.M. gert tvisvar við rík- isvaldið. Fyrstu samningunum lauk með dómi kjaradóms frá 15. febrúar 1974, sem nú er í gildi og allir ríkisstarfsmenn þekkja. I annað sinn var svo gerð- ur aðalkjarasamningur hinn 9. desember sl., og þá í formi sáttar fyrir kjara- dómi. Tekur hann gildi hinn 1. júlí 1976 og gildir til 30. júní 1978. í sérkjarasamningi skal á hinn bóginn, skv. 6. gr. laga nr. 46/1973, fjallað um „skipan starfsheita og manna í launaflokka, sérákvæði um vinnutíma, ef um sérstakar aðstæður er að ræða, fæðisaðstöðu og fæðiskostnað, svo og önnur kjaraatriði sem aðalkjarasamningur tekur eigi til og eigi eru lögbund- in.“ Sérkjarasamning fyrir lögfræðinga gerir ríkisstarfsmannadeild L.í. beint við ríkisvaldið án milligöngu launamálaráðs B.H.M. Gildistími aðal- og sérkjarasamninga fer saman og er tvö ár miðað við 1. júlí næst á eftir samningsgerð. Það er einn gallinn á hinum óþarflega flóknu og lagatæknilega illa sömdu lögum nr. 46/1973, að frestir eru óhæfi- lega langir, en þeir eru þessir: 1. Kröfugerð fyrir aðalkjarasamning skal liggja fyrir 10 mánuðum fyrir gildistöku hans, eða fyrir 1. sept. að hausti. 2. Fyrsta október, þ.e. 9 mánuðum fyrir gildistöku, skal kröfugerð fyrir sérkjarasamning liggjafyrir. 28

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.