Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1976, Blaðsíða 35

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1976, Blaðsíða 35
3. Átta mánuðum fyrir gildistöku, þ.e. hinn 1. nóvember, gengur aðalkjara- samningur sjálfkrafa til kjaradóms og fær kjaradómur tvo mánuði til meðferðar málsins og skal hafa lagt dóm á málið fyrir áramót. (Nú var sátt gerð 9. desember). 4. Þá tekur við gerð sérkjarasamnings og gengur sú deila sjálfkrafa til kjaradóms, ef eigi semst fyrir 1. maí. Samkvæmt þessu lagði ríkisstarfsmannadeild L.í. kröfugerð sína til sér- kjarasamnings fram hinn 1. október 1975, deilan gengur til kjaradóms hinn 1. maí 1976, ef ekki semst og samningurinn tekur gildi 1. júlí 1976. Kröfu- gerðin hefur verið kynnt í félögunum. Frá því að ríkisstarfsmannadeild L.í. var stofnuð, hinn 24. janúar 1974, og fram á síðasta aðalfund var Stefán Már Stefánsson formaður deildarinn- ar, en aðrir í stjórn Jón Thors og Valtýr Sigurðsson. Fulltrúi í launamálaráði var Magnús Thoroddsen og varamaður hans Friðgeir Björnsson. Á aðalfundi ríkisstarfsmannadeildar, sem haldinn var hinn 12. janúar s.l, báðust þeir Stefán Már Stefánsson, Magnús Thoroddsen og Valtýr Sigurðs- son allir undan endurkjöri. Ný stjórn var kosin og er hún þannig skipuð: Már Péturssn, formaður og er hann jafnframt fulltrúi í launamálaráði. Gjaldkeri og varamaður í launamálaráði var kosinn Jón Thors og ritari Sveinn Sigurkarisson. f varastjórn voru kjörnir þeir Ólafur Björgúlfsson, Stefán Már Stefánsson og Valtýr Sigurðsson. Auk stjórnarmanna eru í samninganefnd félagsins við gerð sérkjara- samnings, þeir Guðmundur Kristjánsson, Þorleifur Pálsson, Axel Ólafsson, Ólafur Björgúlfsson og Þórhallur Einarsson. í skýrslu stjórnar og umræðum á aðalfundi kom fram, að mikið starf hefur verið unnið til undirbúnings næsta sérkjarasamningi og stjórninni og samn- inganefndinni hefur í því sambandi borist fjöldi bréfa og erinda, svo og viðvíkjandi öðrum þáttum kjaramálanna. Már Pétursson. SKAÐABÓTARÉTTUR Á UNDANHALDI Miðvikudaginn 4. febrúar sl. var haldinn fræðafundur í Lögfræðinqafélagi íslands. Var fundurinn haldinn í Lögbergi og hófst kl. 20.30. Á fundi bess- um flutti prófessor Arnljótur Björnsson erindi, sem hann nefndi „Skaða- bótaréttur á undanhaldi. Löggjöf og tillögur um afnám skaðabótaréttar." Með fundarboði hafði verið dreift til félagsmanna fjölritaðri greinargerð um nýjungar í löggjöf á sviði skaðabótaréttar í Nýia-Siálandi, þar sem vikið er frá hefðbundnum reglum um sök sem grundvöll skaðabótaábyrgðar. I upphafi erindis síns rakti prófessor Arnljótur sjónarmið um gildi skaða- bótaréttarins og annmarka á honum. Þá gerði hann nokkra grein fvrir umræð- um á Norðurlöndum um tenosl skaðabótaréttar oq vátryqginga. Þessu næst ræddi hann um löoajöf og tillöqur meðal enskumælandi þjóða oq hvernin gera þyrfti nýtt bótakerfi úr garði til þess að sem bestum árangri yrði n^ð. 29

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.