Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1976, Qupperneq 36

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1976, Qupperneq 36
Loks fjallaði hann um, að hvaða markmiðum hann teldi að keppa astti við endurskoðun á lagareglum um tjónbætur og hvort skilyrði væru fyrir hendi hér á landi til að undirbúa gerbreytingu á bótareglum. Við almennar umræður um ofangreind efni tóku til máls auk fyrirlesara: Sigurður Líndal, Garðar Gíslason, Þorvaldur Grétar Einarsson, Guðmundur Jónsson, Logi Guðbrandsson, Þórir Bergsson tryggingastærðfræðingur, Árni Guðjónsson og Már Pétursson. Fundinum lauk kl. rúmlega 23. Hann sóttu um 30 manns. Fundarstjóri var Jóhannes L. L. Helgason, en fundarskrifari undirritaður. Jón Steinar Gunnlaugsson. FUNDUR UM RÉTTARFARSBREYTINGAR Á fundi í Lögfræðingafélaginu 10. mars sl. var rætt um lagafrumvörp um breytingar á réttarfari í opinberum málum. Var fundarefnið sagt þetta í fundar- boði: „Kynning og athugun á frv. til laga um rannsóknarlögreglu ríkisins, frv. um breyting á lögum um meðferð opinberra mála nr. 74, 1974 og frv. um breyt- ing á lögum nr. 74, 1972 um skipan dómsvalds í héraði, lögreglustjórn, toll- stjórn o.fl.“ Framsögumenn voru Björn Sveinbjörnsson hæstaréttardómari, formaður réttarfarsnefndar, og Haraldur Henrýsson sakadómari, formaður Dómarafélags Reykjavíkur. — Fundarstjóri var Jóhannes L. L. Helgason hrl., formaður Lögfræðingafélagsins, en fundarritari Garðar Gíslason borgardómari. í framsöguræðu sinni rakti Björn Sveinbjörnsson frumvörp þau, sem nefnd eru í fundarboðinu, en þau höfðu verið lögð fram á Alþingi skömmu áður sem stjórnarfrumvörp. Þau voru samin af réttarfarsnefnd, sem skipuð var 1972. Björn kvað mestu skipta, að lagt væri til, að meiri aðskilnaður en nú er yrði milli dómstólanna og lögreglunnar, sem annast skyldi rannsóknir opinberra mála að mestu fram að ákæru. Framsögumaður kvað þetta ekki vera nýja hugmynd, en tímabært væri að taka í lög ákvæði um slíkan aðskilnað til að efla réttaröryggi og greiða fyrir rannsóknum afbrota. Hann rifjaði upþ fyrri tillögur um þessi efni, ágreining um þær og valkosti varðandi yfirstjórn hinn- ar nýju rannsóknarlögreglu. Á hún að vera í höndum dómsmálaráðherra skv. frumvarþinu. Björn Sveinbjörnsson fjallaði einnig í ræðu sinni um fylgifrum- vörp frv. um rannsóknarlögreglu ríkisins, og benti á, að ástæða væri til að framkvæma áður langt um liði rækilega endurskoðun á lögunum um meðferð opinberra mála. Haraldur Henrýsson var meðmæltur því meginatriði hinna nýju frumvarpa, að rannsóknarréttarfar yrði innleitt í ríkara mæli með aðskilnaði rannsóknar- valds og dómsvalds. Hann lagði áherslu á þá skoðun sína, að hin nýja Rann- sóknarlögregla ríkisins ætti að vera sem óháðust ráðherra. Hann vék að ýms- um einstökum atriðum, sem hann taldi þurfa að athuga betur, t.d. heimildum framkvæmdavaldsins til að krefjast rannsókna. Hann kvað tilefni til að íhuga, hvort ekki væri tímabært eftir lögtöku frumvarþanna að endurskoða skipulag héraðsdómstóla í Reykjavík, sameina þá og nota tækifærið til að bæta aðstöðu þeirra, m.a. með því að byggja dómhús. 30

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.