Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1976, Síða 37

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1976, Síða 37
Að ræðum framsögumanna loknum hófust aimennar umræður. Fyrsti ræðu- maður var Jónatan Þórmundsson prófessor, sem gagnrýndi harðlega þá til- lögu, að dómsmálaráðherra yrði yfirmaður rannsóknarlögreglunnar. Lýsti hann tillögu nokkurra lögfræðinga um, að hún yrði sjálfstæð, óháð ríkisstofn- un með svipuðum hætti og embætti saksóknara ríksinis. Þór Vilhjálmsson hæstaréttardómari lýsti annarri skoðun á þessu atriði, en sagði síðan frá öðr- um frumvörpum, sem réttarfarsnefnd hefur unnið að og væntanlega verða lögð fram innan skamms. Steingrímur Gautur Kristjánsson héraðsdómari taldi meginstefnu hinna nýju frumvarpa í samræmi við eðlilega og skynsam- lega þróun í réttarfari, en kvað þó hættu felast í ýmsum einstökum atriðum, t.d. um þátttöku ólöglærðra manna í störfum dómstóla og um skerðingu á heimild dómstóla til að rannsaka mál. Tómas Gunnarsson hdl taldi samtök lögfræðinga ekki hafa látið jafnmikið að sér kveða við umbætur á réttarfari og vera bæri. Tómas vék m.a. að hlutverki saksóknara, þegar unnið er að rannsókn opinberra mála, og taldi, að það mætti vera meira. Þá ræddi hann gagnrýni vegna seinagangs dómsmála oq fleiri atriði. Baldur Möller ráðuneyt- isstjóri taldi gagnrýnina varðandi yfirstjórn rannsóknarlögreglunnar byggða á misskilningi varðandi stöðu lögreglunnar í stjórnkerfinu. Hann skoraði á lög- fræðinga að standa saman í stuðningi við réttarbætur á þessu sviði. Prófessor Jónatan Þórmundsson oq frummælendur tók að lokum til máls öðru sinni. Fundi lauk nokkru eftir miðnætti. Umræðurnar á fundi þessum urðu allheitar á köflum, einkum þeqar vikið var að sambandi dómsmálaráðherra og hinnar fyrirhuguðu Rannsóknarlög- reglu ríkisins. Ræðumenn voru þó á einu máli um að æskileqt væri að gera breytingar í samræmi við meginstefnu þeirra frumvarpa, sem til umræðu voru. GarSar Gíslason. DÓMAR í SJÓRÉTTARMÁLUM 1965—1974 Arnljótur Björnsson tók saman. Útgefandi vekur athygli lögfræðinga, laganema, vátryggingarmanna og sjómanna á útkomu „Dóma í sjóréttarmálum“, sem próf. Arnljótur Björnsson tók saman. Bókin fæst á eftirtöldum stöðum: Bókaverzlun ísafoldar, Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, Bóksölu stúdenta, Mál og menning. Lögmannafélag íslands. 31

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.