Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1976, Blaðsíða 38

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1976, Blaðsíða 38
Ávíð oi* dreif FANGAVARÐAFÉLAG ÍSLANDS Fangavarðafélag íslands hefur aðeins starfað í 3 ár, og má því segja, að það sé enn að slíta barnsskónum. Þó hefur þegar orðið nokkur árangur af starfi þess, bæði í kjara- og fræðslumálum stéttarinnar. Á starfstíma félagsins hafa verið haldin 2 námskeið, hið fyrra á útmánuð- um 1974, hið seinna í mars 1975. Kennt var bæði í Reykjavík og á Eyrar- bakka. Kennslan fór fram á vegum dómsmálaráðuneytisins. Efni þau, sem um varfjallað voru mörg: vélritun, skýrslugerð, íslenska, meginreglur almennra hegningarlaga, fangelsisreglur, leit á fólki, handtökur, eld- og reykköfun, hjálp í viðlögum, fíkniefnarannsóknir, atriði úr sálfræði og afbrotafræði og úr reglum um almannatryggingar. Leiðbeinendur á námskeiðunum voru Guð- mundur Löve, Óskar Magnússon, Jón Thors, Jón Bjarnason, Helgi Gunnars- son, Kristján Pétursson, Þorsteinn Jónsson, Sigurður Þorsteinsson og f'eiri. Félagið leggur áherslu á fræðslustarfsemi fyrir fangaverði til að gera þá hæfari til að gegna þeim vandasömu störfum, sem þeim eru ætluð. Þessi störf eru oft unnin við hin erfiðustu skilyrði. Má öllum Ijóst vera, að það veldur miklum erfiðleikum, að eina afplánunarfanqelsið á landinu er hálfopið vinnuhæli, þar sem safnað er saman hvers konar afbrotamönnum, þ. á m. geð- sjúkum. Vek ég athygli á þessu hér, svo að lögfræðingar og aðrir, sem þess- ar línur lesa, hugleiði, hve alvarlegt ástandið er í fangelsismálum okkar. Stjórn félagsins skipa nú: Sigurjón Biarnason, Litla-Hrauni (forrraður), Haukur Níelsson, Skólavörðustíq 9 (varaformaður), Jón Sigurðsson, Litla- Hrauni (ritari), Anna Ingvarsdóttir, fanqageymslu löqreglunnar í Reykjavík (gjaldkeri), Daníel Sveinbiörnsson, Síðumúla (meðstjórnandi). í varastjórn eru: Gunnar Marinósson, Síðumúla og Gunnar Kristinsson, Skólavörðustíg 9. Sigurjón Bjarnason. STÉTTARFÉLAG ÍSLENSKRA FÉLAGSRÁÐGJAFA Félagar í Stéttarfélagi íslenskra félagsráðgjafa eru nú 29, en þar af eru 24 í starfi hér á landi. Á sl. árum hafa árlega bæst 4—5 nýliðar í fámennan hóp íslenskra félagsráðgjafa. 32

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.