Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1976, Síða 39

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1976, Síða 39
Umtalsverður áfangi náðist fyrir félagsráðgjafa á sl. ári, er Alþingi af- greiddi sem lög frumvarp til laga um félagsráðgjöf (nr. 41/1975). Lög þessi lögvernda starfsheitið félagsráðgjafi og kveða á um réttindi og skyldur félags- ráðgjafa. Þess má geta, að ísland er fyrst Norðurlanda til að lögvernda þetta starfsheiti, þótt stéttin hafi að sjálfsögðu verið starfandi á hinum Norðurlönd- unum í nokkra áratugi. Stéttarfélag íslenskra félagsráðgjafa hefur að undanförnu unnið nokkuð að menntunarmálum sínum. Síðan 1972 hefur menntamálaráðuneytið unnið að undirbúningi náms í félagsráðgjöf hér á landi. Félag okkar hefur frá upphafi átt aðild að þessu máli. Gert er ráð fyrir, að nám [ félagsráðgjöf verði tekið upp við Háskóla íslands, og hefur háskólaráð lýst sig fylgjandi því. Ráðgert er, að Háskólinn muni á þessu ári í samráði við Stéttarfélag íslenskra félags- ráðgjafa gangast fyrir námskeiði fyrir þá félagsráðgjafa, er hyggjast taka að sér kennslu í verklegum hluta námsins. Sá hluti er mjög mikilvægur í starfs- menntun félagsráðgjafa. Er námskeið þetta hugsað sem væntanlegur undir- búningur að námi í greininni hér á landi. Nokkrir íslendingar, sem stundað hafa nám við félagsráðgjafaskóla á Norð- urlöndum, hafa á undanförnum árum lokið verklegum hluta náms síns hér á landi undir handleiðslu félagsráðgjafa á Kleppsspítala, Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar og Barnageðdeild Landsspítalans. Eftirmenntunarmöguleikar félagsráðgjafa á Norðurlöndum bættust mjög á sl. ári, er Norðmenn hófu framhaldskennslu í félagsráðgjöf við háskólann í Þrándheimi. Skilyrði til inngöngu í nám þetta er próf frá viðurkenndum félags- ráðgjafaskóla og a.m.k. 2 ára starfsreynsla. Námið tekur a.m.k. 21/2 ár og lýkur með kandidatsprófi. Norræn þing félagsráðgjafa eru haldin hvert ár, til skiþtis á Norðurlönd- um. í júní 1975 var slíkt þing haldið hér í fyrsta sinn. Viðfangsefni þingsins var „fyrirbyggjandi félagslegt starf“. Þátttakendur voru um 90 félagsráð- gjafar frá öllum Norðurlöndum, þar af 3 af 4 félagsráðgjöfum frá næstu grannþjóð okkar, Færeyjum. Þá sóttu þingið ýmsir íslenskir aðilar, sem sér- staklega hafði verið boðin þátttaka vegna tengsla við þá málaflokka, sem um var fjallað. Finnar lögðu fram skýrslu um geðverndarstarf fyrir ungl- inga með áfengis- og fíknilyfjavandamál, Norðmenn um æskulýðsstarf Osló- borgar og um samstarf samtaka launþega og atvinnurekenda um áfengis- varnir í atvinnulífinu, Svíar kynntu starfsemi fyrir aldraða, sem gerir þeim kleift að dvelja lengur á heimilum sínum. Danir kynntu skjólstæðingasam- tök og einnig hvernig virkja má skjólstæðinga til að hafa áhrif á umhverfi sitt og aðstæður. íslendingar lögðu fram sem umræðugrundvöll tölulegar upplýsingar um lauslegt mat á aðstæðum í Breiðholtshverfi í Reykjavík með það fyrir augum, að hópur á þinginu gæti um það fjallað, hvernig best mætti haga félagslegri þjónustu og fyrirbyggjandi félagslegu starfi í nýju, stóru íbúðarhverfi, en starfshópar ræddu hin ýmsu verkefni. Næsta nor- ræna félagsráðgjafaþing verður í Stokkhólmi í september 1976. ■ Núverandi stjórn Stéttarfélags íslenskra félagsráðgjafa sklpa: Guðrún Kristinsdóttir formaður, Sigrún Júlíusdóttir ritari og Guðrún Jónsdóttir gjald- keri. Guðrún Kristinsdóttir. 33

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.