Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1976, Page 40

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1976, Page 40
VÍSIR AÐ RANNSÓKNADEILD TOLLGÆSLU í byrjun júnímánaðar 1975 hófst starfsemi rannsóknardeildar toll- gæslunnar. Tveir tollverðir starfa nú eingöngu við þessa nýju deild. Þegar ákveðið hafði verið hverijr úr hópi tollvarða skyldu reyna sig við þetta nýja viðfangsefni, sendi tollgæslustjóri þá til Magnúsar Eggertssonar yfirmanns rannsóknarlögreglunnar. Fyrir velvilja hans og Halldórs Þorbjörns- sonar yfirsakadómara fengu tollverðirnir tveir tækifæri til að fylgjast með og kynnast störfum rannsóknarlögreglunnar um nokkurt skeið. Á þeim tíma, sem liðinn er síðan starfsemin hófst hefur eflaust nokkur reynsla fengist af henni. Á þessu tímabili hafa nálega tvö hundruð mál verið tekin til rannsóknar og allmörg verið upplýst. Verkefni hafa borist frá báðum megindeildum tollgæslunnar. Einnig hafa tollstjóri og tollgæslustjóri falið rannsóknardeildinni mál til rannsóknar. Þá hefur deildin fundið verkefni að eigin frumkvæði. Alltítt er að ranglega gerð aðflutningsskjöl stöðvist í meðförum tollyfir- valda. Endurgerðar aðflutningsskýrslur, jafnvel oftar en einu sinni, varðandi sömu vörusendingu, auka kostnað bæði innflytjenda og tollyfirvalda. Talsvert berst til rannsóknardeildarinnar af tollskoðunarskýrslum vegna rangra tollflokkana eða annarra skekkja í aðflutningsskjölum. Við rannsókn slíkra mála er þess venjulega krafist að innflytjandi geri grein fyrir og leggi fram skjöl um fyrri tollafgreiðslur samskonar vara. Einhverrar tortryggni mun hafa orðið vart meðal innflytjenda vegna starf- semi rannsóknardeildarinnar. Vonandi komast þessir aðilar á þá skoðun, að aðhald það, sem starfsemi deildarinnar veitir, ætti að stuðla að vandvirkni við gerð aðflutningsskjala. Væntanlega leiðir það til meira öryggis í tollaf- greiðslu vara. Jafnaðarlega hefur rannsóknardeildin til meðferðar mál vegna meints smygls. Við rannsókn slíkra mála er unnið eftir viðteknum aðferðum með vettvangsathugunum og prófunum grunaðra eða vitna. Ef ástæða þykir til, er hægt að leita tæknilegrar aðstoðar hjá rannsóknar- lögreglunni. Slík aðstoð hefur verið fúslega veitt, þegar óskað hefur verið eftir. Eins og að framan var sagt hafa verkefni borist frá báðum megindeildum tollgæslunnar. í því sambandi má hiklaust segja að tollverðir hafi tekið já- kvæða afstöðu til þeirra breyttu starfshátta, sem þessu fylgja. Að sjálfsögðu er það mikils um vert fyrir þá menn, sem sérstaklega hafa verið settir til að starfa að þessum rannsóknarmálum. Jón Mýrdai. NÝIR DÓMARAR í HAAG Hinn 6. febrúar sl. hófst 9 ára kjörtímabil 5 nýrra dómara Alþjóðadómstóls- ins í Haag. Þeir eru T. O. Elias, hæstaréttarforseti frá Nígeríu, M. Lachs, fv. forstöðumaður þjóðréttardeildar pólska utanríkisráðuneytisins og sendiherra, sem átt hefur sæti í Alþjóðadómstólnum síðan 1967, kjörinn forseti hans 34

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.