Tímarit lögfræðinga - 01.05.1976, Blaðsíða 41

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1976, Blaðsíða 41
1973—1976 — og hlaut því nú endurkjör í dómstólinn; H. Mosler, háskóla- prófessor og forstöðumaöur Max-Planck-lnstitut í Heidelberg, V-Þýskalandi, og varaforseti Mannréttindadómstóls Evrópu; S. Oda, háskólaprófessor og hafréttarfræöingur utanríkisráðuneytisins í Tokyo, yngstur dómara í dóm- stólnum, nú 51 árs aS aldri; og S. E. D. Tarazi, sýrlenskur þjóðréttarráðunaut- ur og fv. sendiherra m.a. í Moskvu, Peking og hjá Sameinuðu þjóðunum. Fór kjör þessara dómara fram á 30. allsherjarþingi SÞ um miðjan nóvem- ber sl. Tilnefningar voru 21 talsins og þurfti 4 atkvæSagreiðslur til þess að útkljá málið. Þeir Lachs, Oda og Tarazi náðu kjöri í fyrstu umferð, Elias í annarri og Mosler í fjórðu. Gekk þannig erfiðast í þetta sinn að velja dóm- arann frá V-Evrópu, svo sem nánar skal að vikið. Þrír kunnir norrænir lögfræðingar voru í kjöri, þeir Edvard Hambro, ritari Alþjóðadómstólsins 1946—1953, sendiherra og forseti 25. allsherjarþings SÞ 1970; Eero Manner, hæstaréttardómari og þjóðréttarráðunautur finnska utanríkisráðuneytisins; og Sture Petrén, sem í hálfan annan áratug var for- stöðumaður lagadeildar sænska utanríkisráðuneytisins og síðar forseti Svea Hovrátt. Hann var einnig formaður Mannréttindanefndar Evrópu 1962— 1967, hefur átt sæti í Mannréttindadómstól Evrópu síðan 1971 og var dómari i Alþjóðadómstólnum 1967—1976. Minnast margir án efa af- burðasnjallrar ræðu Petréns í kveðjuhófi norræna lögfræðingamótsins á Hótel Sögu sl. sumar. Þar sem kjörtímabil Petréns var nú á enda væntu Norðurlönd þess að fá kjörinn dómara á ný í þetta sinn. En það fór á annan veg. Þeim tókst ekki að ná samstöðu sín í milli um neinn einn framan- greindra ágætismanna, þótt reynt væri mánuðum saman. Sátu stjórnvöld hvers lands fast við sinn keip, uns um seinan var að vinna á eina hendi þau atkvæði, sem Norðurlöndin hefðu líklega getað safnað, ef saman hefðu staðið. Af þessu hlaust bræðrabylta þeirra þremenninganna. Atkvæðastyrkur hvers um sig í fyrstu umferð var: Hambro 41, Manner 25 og Petrén 19 at- kvæði. Skæðasti keppinauturinn, Mosler, hlaut þá 51 atkvæði, en meiri- hluta atkvæða þarf til að ná kjöri. Að lokinni þriðju atkvæðagreiðslu var fram- boð Hambro dregið til baka og svíar gáfu yfirlýsingu um, að þeir hefðu ákveðið að „þrýsta ekki á um kjör Petréns". Þó urðu þá lyktir þær, að þjóðverjinn Mosler náði kjöri með 78 atkvæðum, en Manner hlaut 18 atkvæði. Aðrir frambjóðendur frá Vestur-Evrópu voru þeir Rudolf Bindschedler (Sviss), en framboð hans var dregið til baka eftir fyrstu atkvæðagreiðslu, og Stephen Verosta (Austurríki). Allir þeir 5 dómarar, sem Allsherjarþingið kaus, hlutu einnig stuðning meirihluta öryggisráðsins, svo sem tilskilið er. I atkvæðagreiðslunum um hina nýju dómara á fundi allsherjarþingsins tóku þátt, auk aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna, sem þá voru 142 talsins en urðu 144 síðar á þinginu, Liechtenstein, San Marino og Sviss. Þessi þrjú ríki eiga aðild að samþykktum dómstólsins. Alþjóðadómstóllinn er nú þannig skipaður: Nafn dómara og aldur Land Lok kjörtímabils Manfred Lachs(61) Pólland 1985 Isaac Forster (72) Senegal 1982 35

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.