Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1976, Qupperneq 43

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1976, Qupperneq 43
sérstakar aðgerðir (special-action) og 3. beiðnir um skyndiaðgerðir (urgent- action). Um 1. Starfsemin var í stórum dráttum fólgin í bréfaskiptum vegna þeirra fanga, sem hópunum var falið að vinna fyrir, en hvor hópur fékk það verk- efni að fá þrjá fanga látna lausa úr fangelsum. Um 2. íslandsdeildin fékk Stærðfræðingafélag íslands til að senda sov- éskum yfirvöldum mótmæli vegna meðferðar þeirra á sovéska stærðfræð- ingnum Leonid Plyusch, en eins og kunnugt er hefur Plyusch nú fengið að setjast að á Vesturlöndum. — islandsdeildin safnaði undirskriftum íslenskra listamanna undir beiðni um almenna náðun fanga í Tékkóslóvakíu, og stjórnarmenn fylgdu þeirri beiðni eftir með mótmælaheimsókn í tékkneska sendiráðið í Reykjavík. — Þá afhenti stjórn deildarinnar sovéska sendiráð- inu skrifleg mótmæli vegna handtöku Amnesty-félaga í Sovétríkjunum. — Loks má nefna svonefnda ,,samviskuviku“, en meðan á henni stóð voru að- stæður 12 fanga frá jafnmörgum löndum kynntar í fjölmiðlum. Um 3. Svo margar beiðnir bárust um einstakar skyndiaðgerðir, að ógjör- legt reyndist að sinna þeim að nokkru marki, og eru úrbætur á því sviði brýnt framtiðarverkefni. Ýmsir æðstu forystumenn alþjóðasamtakanna sóttu ís-andsdeildina heim þegar á fyrsta ári. Var það óvenjuleg en mikilvæg upþörvun. Má þar nefna Andrew Blane frá New York, sem er fulltrúi U.S.A. í framkvæmdastjórn A.I., Eric Baker, sem á síðasta ársþingi A.l. var kjörinn forseti samtakanna, og Martin Ennals, sem er núverandi framkvæmdastjóri þeirra. Þrír stjórnarmenn fóru utan á vegum Islandsdeildarinnar. Berglind Ás- geirdsóttir gjaldkeri og Ingi K. Jóhannesson, meðstjórnandi og síðar gjald- keri, heimsóttu aðalstöðvarnar í London. Formaður deildarinnar sótti ársþing A.l. í St. Gallen í Sviss. Að lokinni skýrslu forystumanna starfshópa, ritara og gjaldkera fór fram á aðalfundinum stjórnarkiör. Formaður og ritari, Jóna Lísa Þorsteinsdóttir, báðust undan endurkjöri. I stjórn næsta starfsár voru einróma kjörin: Hilmar Foss formaður, Ingi K. Jóhannesson, Hrafn Bragason, Linda Jóhannes- son og Einar Karl Haraldsson. Varamenn voru kjörnir Hjördís Hákonardóttir og Einar Magnússon og endurskoðendur Hreggviður Jónsson og Vagn E. Jónsson. Björn Þ. GuSmundsson. 37

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.