Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Síða 19

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Síða 19
híbýli annars manns, eða synja að fara út úr þeim þrátt fyrir áskorun um að gera það. 2) Andlag'. Eftir eldri lögum var andlag brots bundið við híbýli ann- ars manns. Andlagið er nú mun víðtækara eftir 231. gr.: hús eða skip eða annar sökunaut óheimill staður. Aðalreglan felst í lokaliðnum. Hús og skip eru aðeins algeng dæmi slíkra staða, sem verndaðir eru fyrir umgangi og dvöl óviðkomandi manna. Óljóst er, hversu víðtækt andlagið er. Víst er þó, að það tekur til hvers konar mannvirkja og farartækja, svo sem verksmiðju, verkstæðis, útigeymslu, bílskúrs, bifreiða og flugvéla. Meiri vafi er aftur um garða, lóðir og húsnæði, sem opið er öllum. Hafa ber einnig í huga, að ekki þarf sama regla að gilda um andlagið í báðum verknaðarliðum ákvæðisins þrátt fyrir til- vísun í hinum síðari til hins fyrra. Hæpið virðist, miðað við forsögu og orðalag ákvæðisins, að landareignir, jarðir og opnar lóðir geti verið andlag slíks brots, sbr. hins vegar 11. gr., sbr. 37. gr. 1. nr. 47/1971, um náttúruvernd. 1 11. gr. er kveðið á um aðgang almennings að nátt- úru landsins og umgengni. Gangandi fólki er því aðeins heimil för um eignarlönd manna, að þau séu óræktuð og ógirt og að dvöl manna þar hafi ekki í för með sér ónæði fyrir búpening né óhagræði fyrir landeiganda. Sé land girt, þarf leyfi landeiganda til að ferðast um það eða dveljast á því. Sama gildir um ræktuð landsvæði. Brot varða sekt- um eða varðhaldi skv. 37. gr. Eðlilegt er að takmarka gildssvið 231. gr. við mannvirki og farartæki, en láta óheimila umferð manna og dvöl ella varða við sérákvæði laga og lögreglusamþykkta. 1 13. gr., sbr. 97. gr. lögreglusamþykktar Reykjavíkur nr. 2/1930 með síðari breytingum er svofellt ákvæði: Án leyfis hlutaðeigandi húsráðanda má enginn láta fyrirberast á húslóð- um, húsriðum, húsþökum, girðingum, í garðshliðum eða á stöðum, þar sem inn er gengið í hús eða húslóðir, né fara inn í híbýli hans í söluerindum. -— Auk þess getur lögreglan bannað mönnum að hafast við á þessum slóðum, ef hún telur, að það geti valdið óþægindum eða hættu. Ætla verður, að þetta ákvæði og önnur sams konar muni tæma sök að því er varðar óheimila umferð eða dvöl í venjulegum görðum og lóð- um húsa í kaupstöðum. 3) Verknaður. 1 231. gr. felast tveir verknaðarliðir: a) að ryðjast heimildarlaust inn í hús eða niður í skip . . . og b) að synja að fara þaðan, þegar skorað er á mann að gera það. Sögnin að ryðjast inn veldur nokkrum túlkunarerfiðleikum. Hlið- stætt orðalag í dönsku hegningarlögunum til ársins 1972 („trænge sig 157

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.