Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Síða 33

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Síða 33
eitt af meginatriðum frumvarpsins. Tillögurnar byggjast á þeirri hug- mynd, að meginhluti mála að fjölda til sé fyrst rekinn í héraði eins og nú er, t.d. víxilmálin, en erfiðustu málin fari fyrir 3 manna dóm í lögréttum landsins. Það er mikilvægt atriði en ekki aðalatriði, hvern- ig þessi hugsun er síðan útfærð í tillögunum um einstaka málaflokka. Réttarfarsnefnd var til síðustu stundar með það laust og bundið. Varð þá og að hafa hliðsjón af því, hve mörg mál lögrétturnar gætu hugsan- lega afgreitt árlega. Um málsmeðferð í lögréttunum eru ýmis atriði í frumvarpinu. Þeg- ar lögrétturnar eru fyrsta dómsstig skal yfirleitt fara með einkamál eftir núverandi reglum skv. tillögum réttarfarsnefndar, en þó eru ný- mæli í frumvarpinu um stefnuútgáfur. 1 opinberum málum er einnig ráðgert, að farið sé eftir núgildandi reglum, en þó eru ákvæði um, að þing skuli oftar sótt af hálfu saksóknara en nú er skylt og tíðkað. Ákvæðin um meðferðina, þégar lögrétta er fyrsta dómstig, eru stutt- orð í frumvarpinu, og að miklu leyti er látið við það sitja að vitna í ákvæði í lögum um meðferð einkamála og opinberra mála í héraði, þau sem nú gilda. 1IV. kafla frumvarpsins er aftur á móti að finna reglur um málskot til lögréttu, og eru þau ákvæði all ítarleg. Þau eru sennilega ekki að sama skapi nýstárleg, því að þau eru að verulegu leyti byggð á núgild- andi reglum um Hæstarétt. Eru þetta hin gamalkunnu ákvæði um áfrýjun og kæru. Meðal atriða, sem ekki eru eins og í núgildandi hæsta- réttarlögum, má nefna, að lagt er til að kæra skuli alla úrskurði fó- geta-, skipta- og uppboðsrétta, en ekki áfrýja hinum viðameiri, eins og nú er. Þá er sagt í frumvarpinu, að nýjum málsástæðum og sönn- unargögnum megi koma að í lögréttunum, en hins vegar ekki nýjum kröfum nema afsakanlegt sé, að krafan var ekki gerð í héraði. Er heim- ild til að koma að nýjum atriðum því ráðgerð rýmri í lögréttunum en nú er í Hæstarétti. í V. kafla lögréttufrumvarpsins eru ýmis ákvæði, sem ekki er tóm til að segja ítarlega frá. Ekki er ráðgert að jafnrík skylda verði til ágripsgerða í lögréttunum og nú er í Hæstarétti. Heimilið er að gera sérstakar ráðstafanir til að leiðbeina ólögfróðum aðilum, en ekki gert ráð fyrir almennri leiðbeiningaskyldu. Um hin vandasömu atriði um verkaskiptingu dómara og aðila eða réttara sagt dómara og lögmanna er svo sem að líkum lætur byggt á málsforræðisreglunni um einka- mál. Þó er ekki útilokað fremur en nú er skv. 113. gr. eml. að dómari byggi á málsástæðu, staðreynd, sem lögmaður hefur ekki vikið að. I opinberum málum er gert ráð fyrir, að dómarar í lögréttu hafi ekki 171

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.