Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Síða 44

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Síða 44
Frá Lögfræöingafélagi íslands SKÝRSLA UM FÉLAGSSTÖRFIN 1975—1976 1. Stjórn. Aðalfundur félagsins var haldinn 11. desember 1975, i aðalstjórn voru kosin: Jóhannes L. L. Helgason, Hallvarður Einvarðsson, Kristjana Jónsdóttir, Jón Steinar Gunnlaugsson, Garðar Gíslason og Brynjólfur Kjartansson. Ekki þótti ástæða til, að félagið réðist í að koma sér upp skrifstofuaðstöðu né réði sér starfsmann. Tók félagið því ekki boði um að eiga hlut að skrifstofuað- stöðu í samvinnu við önnur félög háskólamanna, þegar húsnæði bauðst að Hverfisgötu 26, þar sem B.H.M. hefur skrifstofu sína. Félagið hefur haldið flesta almenna fundi sína í Lögbergi. Ritari lagadeildar var félaginu og innan handar um fundarboð til almennra félgsfunda. Fjárhagsleg afkoma félagsins á starfsárinu var góð. 2. Félagsfundir. Haldnir voru 5 fræðslufundir, þar af einn hádegisverðarfundur. Umræðuefni, fyrirlesarar og fundardagar voru sem hér segir: a. Skaðabótaréttur á undanhaldi, löggjöf og tillögur um afnám skaðabótarétt- ar; 4. febrúar. Arnljótur Björnsson prófessor. b. Frumvarp til laga um rannsóknarlögreglu ríkisins, breyting á lögum um meðferð opinberra mála, laga um skipun dómsvalds í héraði o.fl.; 10. marz. Björn Sveinbjörnsson hrd., formaður réttarfarsnefndar, og Haraldur Henrýs- son, sakadómari. c. Ný lög um fjölbýlishús; 20. apríl. Hrafn Bragason, borgardómari. d. Spjall um nokkur störf sýslumanna og hugmyndir að breyttri umdæma- skipan; 28. október. Sigurgeir Jónsson, bæjarfógeti. e. Um Mannréttindanefnd Evrópu; 24. nóvember (hádegisfundur). Gaukur Jör- undsson, prófessor. 3. Málþing um sjórétt. Félagið efndi til námskeiðs um sjórétt, og var það haldið í Grindavík 2. október. Námskeiðið var mjög vel sótt. Þar flutti Arnljótur Björnsson prófessor erindi um skaðabótaábyrgð útgerðarmanns utan samninga, Benedikt Sigur- jónsson hæstaréttardómari um flutningsábyrgð farmflytjanda, Gunnar Sæ- mundsson hdl. um réttarstöðu sjómanna og Ragnar Aðalsteinsson hrl. um af- 182

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.