Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Side 48

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Side 48
tengslum ríkja og einstaklinga, t.d. í Evrópu eftir tilkomu Efnahagsbanda- lagsins. Gengi samanburðarlögfræSi er ekki hátt í almennu laganámi í Evrópu. Sums staðar er hún alls ekki kennd og annars staðar á hún erfitt uppdráttar í samkeppninni við aðrar greinar laganámsins. í undirstöðugreinunum glíma menn við gildandi rétt í sínu heimalandi og hafa takmarkaðan tíma og lít- inn áhuga á að kynna sér rétt annarra ríkja. Auk þess gerir nám í saman- burðarlögfræði, svo sem fyrr segir, miklar kröfur til nemandans, svo að allur þorri stúdenta veldur því ekki að bæta slíku námi við sig. Stundum gefst nem- andinn upp af því að hann skortir tungumálaþekkingu. — Almennt er álitið, að samanburðarlögfræði beri að kenna sem kjörgrein, en raunin hefur víða orðið sú, að tiltölulega fáir stúdentar velja hana. íslensk sjónarmið í lagadeild Háskóla íslands er samanburðarlögfræði ekki kennd sem sér- stök námsgrein, ekki einu sinni sem kjörgrein. Að vísu kemur stundum fram í kennslu samanburður á íslenskum rétti og rétti annarra ríkja, en er að sjálf- sögðu mjög óverulegur hluti af laganáminu í heild (um þetta sjá einnig grein Páls Sigurðssonar ,,Um samanburðarlögfræði", Úlfljótur 1976, bls. 69 o. áfr.). Þó fræðast íslenskir stúdentar talsvert um norrænan rétt við lestur erlendra kennslubóka, en mikill hluti af námsefninu er á öðrum norðurlandamálum en íslensku, eins og alkunna er. Ennfremur eru erlendir dómar talsvert rædd- ir, a.m.k. í sumum kennslugreinum í lagadeild. En fræðslan er tilviljanakennd, meðan samanburðarlögfræði er ekki kennslugrein. í lagadeild hefur verið örlítill vísir að kennslu í Evrópurétti, þ.e. tvö stutt námskeið á árunum 1973 (próf. H. G. Schermers) og 1975 (Marc-André Eissen, aðalritari Mannréttinda- dómstóls Evrópu) og kynning á lögum Efnahagsbandalags Evrópu nú í vet- ur og síðastliðinn vetur (kennslubók Stefáns M. Stefánssonar „Lög EBE“, fjölrituð, Rvík 1976). Hér er þó ekki um að ræða samanburð á réttarkerfum, heldur fræðslu um ýmis svið réttar Efnahagsbandalags Evrópu og Evrópu- ráðsins. Svipað er að segja um námskeið þau, er þrír bandarískir gistipró- fessorar hafa haldið við lagadeild (Eugene N. Hanson, George D. Brabson og George Thompson). Þeir hafa rætt um bandarískan rétt, en reynt hefur verið að koma á samanburði við íslenskan rétt með þátttöku kennara laga- deildar. Vissulega væri æskilegt að hefja sérstaka kennslu í samanburðarlög- fræði í lagadeild. Ekki myndi hún þó geta orðið skyldugrein við núverandi aðstæður. Aftur á móti kæmi vel til greina að bæta henni við þær 10 bundnu kjörgreinar, sem nú eru. Eigi eru þó horfur á, að það verði gert í náinni fram- tíð. Kemur þar fyrst og fremst til skortur á kennurum og aðstöðu til rann- sókna og kennslu. Einnig er líklegt, að fáir nemendur muni velja þessa grein. Minnast ber, að kennsla á sfðasta námsári í lagadeild er þjóðfélaginu mjög dýr. Er raunar merkilegt, að núgildandi skipun kjörgreina skuli hafa komist á, án þess að fjárveitingavaldið gerði athugasemdir. Hér er þó síður en svo verið að harma hina nýju skipan íslensks laganáms, enda hefur hún orðið til margs góðs. Samanburðarlögfræði er mikilvægt viðfangsefni lögfræðinga, en líklegt er, að aðrar greinar svo sem vinnuréttur, almennur flutningaréttur, bankaréttur, 186

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.