Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Síða 52

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1976, Síða 52
2. ÞING BANDALAGS HASKÓLAMANNA 2. þing Bandalags háskólamanna var haldiö dagana 17. og 18. nóvember í Kristalsal Hótel Loftleiða. Þingið sátu tæplega tvö hundruð fulltrúar aðildarfélaga BHM. Fyrir þing- inu lágu aðildarumsóknir frá tveimur félögum, Kennarafélagi Kennaraháskóla íslands og Félagi tækniskólakennara, og voru þær samþykktar. Aðildarfélög bandalagsins eru nú 19 talsins. Á þinginu var fjallað um skattamál, og fluttu Guðmundur Magnússon pró- fessor og Atli Hauksson endurskoðandi framsöguerindi. Miklar umræður urðu um skattamálin og var ákveðið, að sérstök nefnd fjallaði um þau. Ennfremur störfuðu nefndir um: Starfsáætlun og fjárhagsáætlun, laga- breytingar, aðildarumsóknir og kjaramál. Nefndirnar skiluðu síðan áliti á sameiginlegum fundi. Samþykktar voru ályktanir um kjaramál og fleiri mál. í kjaramálaályktun þingsins segir m.a.: Þess hafði verið vænst, að samn- ingsréttarlögin frá 1973 tryggðu ríkisstarfsmönnum innan BHM sanngjarna úrlausn kjarnadeilna. Reyndin varð þó frá upphafi önnur. Hvorki samninga- nefnd ríkisins né Kjaradómur hafa tekið tillit til mismunar á kjörum háskóla- manna í ríkisþjónustu og annarra. Frá árslokum 1973 hefur orðið hrikaleg kaupmáttarskerðing. Ljóst er að háskólamenn verða að treysta enn frekar á samtakamátt sinn, ná fram verulegum breytingum á samningsrétti og auka áhrif launamanna á ákvarðanir sem varða þjóðarbúið. í ályktun um vinnumálalöggjöfina segir m.a.: Þingið lýsir þeirri skoðun sinni, að allir launamenn í landinu skuli búa við sömu vinnumálalöggjöf. I ályktun um skattamál segir m.a.: 2. þing Bandalags háskólamanna skor- ar á Alþingi að taka ekki skattalagabreytingar til umræðu fyrr en bandalag- ið sem og önnur heildarsamtök launþega hafa fengið breytingartillögurnar til umsagnar. Loks fór fram kjör formanns, stjórnar og annarra trúnaðarmanna. Eftirtaldir voru kjörnir í stjórn bandalagsins til næstu 2 ára: Formaður: Jónas Bjarnason efnaverkfræðingur. Varaformaður: Skúli Halldósson kennari. Meðstjórnendur: Almar Grímsson lyfjafræðingur, Guðmundur Björnsson við- skiptafræðingur og Jón L. Sigurðsson læknir. Varamenn: Ragnar Aðalsteinsson hrl. og Stefán Hermannsson verkfræðingur. Guðríður Þorsteinsdóttir. Skrifstofa Bandalags háskólamanna var flutt úr Stúdentaheimilinu við Hring- braut í mars 1976. Skrifstofan er nú að Hverfisgötu 26, sími 21173, og er þar opið á venjulegum skrifstofutíma. Pósthólf BHM er nr. 367, Reykjavík. 190

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.