Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1977, Qupperneq 17

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1977, Qupperneq 17
4.3.2. Ábyrgð barna og unglinga 1 2:2 SkL er ákvæði, sem efnislega er samhljóða 1-1 gr. í norsku skaðabótalögunum, að tveim atriðum undanskildum. Sænska lagaákvæð- ið nær aðeins til líkams- eða eignatjóns, en í n. skbl. er engin slík tak- mörkun gerð. í 2:2 SkL ségir, að m.a. skuli við mat á bótum taka tillit til ábyrgðartryggingar og annarra fjárhagsástæðna, en 1-1 gr. n. skbl. talar aðeins um efnahag. 4.3.3. Ábyrgð geðveikra manna Ákvæði 2:3 SkL um bótaskyldu geðveikra eða andlega vanþrosk- aðra manna svara til reglu 2:2 um ábyrgð barna, að öðru leyti en því, að í stað aldurs og þroska í 2:2 skal skv. 2:3 taka tillit til andlegs ástands tjónvalds. Auk þess segir í 2:3 SkL, að sama regla giidi um mann, sem veldur tjóni (á mönnum eða munum) í annars konar annar- legu sálarástandi, enda sé ekki um að ræða skammvinnt ástand sem tjónvaldi verði sjálfum gefin sök á. 4.3.4. Ábyrgð á hreinu fjártjóni Sá, sem veldur hreinu fjártjóni með refsiverðu atferli, skal bæta tjónið eftir reglum þeim, sem gilda skv. 2:1 til 2:3 um líkams- og eigna- tjón, 2:4 SkL. 4.3.5. Ábyrgð á tjóni sökum vanrækslu á að koma upp um refsiverðan verknað 1 2:5 SkL er sérstök régla um ábyrgð á tjóni, sem verður vegna vanrækslu á að koma upp um refsiverða háttsemi, en ekki er ástæða til að ræða hana frekar. 4.4. Ábyrgð opinberra aðila og annarra atvinnurekenda Þriðji kafli laganna heitir skaðabótaábyrgð vinnuveitenda og hins opinbera. Sá, sem hefur launþega í þjónustu sinni, skal bæta líkams- eða munatjón, sem launþeginn veldur af mistökum eða vanrækslu í starf- inu. Sama gildir, þegar launþegi veldur hreinu fjártjóni með refsiverð- um hætti í starfi, 3:1 SkL. Eftir 6:4 SkL jafngilda ýmsir nánar til- greindir aðilar launþegum, svo sem menn, er gegna herskyldu og skóla- nemendur og vistmenn á hælum, ef þeir inna af hendi störf, sem í eðli sínu eru sambærileg störfum launþega. 3:1 SkL felur í sér almenna grundvallarreglu um atvinnurekanda- ábyrgð, en í 2. mgr. lagaákvæðis þessa segir, að um skaðabótaábyrgð ríkis eða sveitarfélága vegna opinberrar sýslu (,,myndighetsutövning“) 179

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.