Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1977, Page 34

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1977, Page 34
Þátttakendur i málþingi um skaðabótarétt i Skiðaskálanum í Hveradölum 8. október 1977. Ljósm.: Örn Clausen hrl. Málþing um skaðabótarétt Laugardaginn 8. október 1977 hélt Lögfræðingafélagið málþing í Skíðaskál- anum í Hveradölum, og var þar fjallað um efni úr skaðabótarétti. Var farið með 2 langferðabifreiðum frá Lögbergi kl. 9 f.h. Um kl. 10 hófst málþingið, og var stjórnandi þess kjörinn Bjarni K. Bjarnason borgardómari. Fyrst flutti prófessor Arnljótur Björnsson erindi um almenn skaðabótalög á Norðurlöndum. Kynnti hann meginatriði settra laga í Noregi og Svíþjóð um þetta efni og ræddi, hvort ástæða væri til að setja lög um þetta efni hér á landi. Erindið mun birtast í sama hefti og þessi frásögn. Logi Guðbrandsson hrl. fiutti næst erindi um mat á sök. Tók hann til athug- unar sakarmat dómstóla í 5 dómum: hrd. 1969.728. 1970.97, 1976.319, 1976.863 og 1976.1005. Gagnrýndi hann nokkuð niðurstöðurnar í dómunum. i almennum umræðum um þessa tvo fyrirlestra tóku þátt: Ragnar Aðalsteins- son hrl., Björn Þ. Guðmundsson borgardómari, Már Pétursson héraðsdómari og Þór Vilhjálmsson hæstaréttardómari. Snerust umræðurnar að nokkru um, hvernig bæri að semja dóma. Að loknu hádegisverðarhléi talaði Hörður Einarsson hrl. um fébótaábyrgð fasteignareiganda á búnaði hennar. Rakti hann ákvæði í settum lögum um efnið og athugaði síðan nokkra hæstaréttardóma. Taldi Hörður, að almennt væri bótaábyrgð þessi hér á landi byggð á saknæmisreglunni án rýmkunar. Um löggjafarsjónarmið tók hann fram, að hann mælti ekki með almennri hlut- lægri bótareglu að óbreyttu. Vera mætti þó, að þjóðfélagsþróun leiddi til þess, að réttmætt þætti að lögleiða hlutlægar bótareglur á þessu sviði I ríkari mæli. 196

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.