Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1981, Blaðsíða 43

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1981, Blaðsíða 43
óánægðir með, að bótamáli verður sjaldnast lokið fyrr en mörgum árum eða jafnvel áratugum eftir að slys varð, svo og að erfitt er að koma verðtryggingu lífeyris fyrir á viðunandi hátt. Hér verður ekki rætt frekar um rök með og á móti lífeyri sem greiðsluformi slysa- bóta.55 4.5. Ríkistrygging eða vátryggingar reknar af einkaaðilum Svar við spurningunni um, hvert sé heppilegasta rekstrarform nýs bótakerfis, hlýtur að verða litað af pólitískum viðhorfum. Margir af baráttumönnum fyrir nýjum bótakerfum telja, að tilgangi slysabóta verði best náð með því, að ríkisvaldið taki alveg í sínar hendur með- ferð bótamála.50 Röksemdir með og á móti þjóðnýtingu slysatrygginga eru svipaðar rökum um ríkisrekstur almennt, og verður ekki fjallað um það efni hér. 4.6. Hvernig á að jafna niður kostnaði við bótakerfi? Spurningin um, hverjir skuli greiða kostnað við nýtt bótakerfi, skiptir verulegu máli. 1 stórum dráttum má segja, að tvær leiðir komi til greina. önnur leiðin er að deila kostnaðinum niður á þjóðfélags- þegna með almennri skattlagningu, líkt og gert er í almannatrýgging- um. Hin leiðin er sú að beita lögmálum frjáls markaðar og láta menn borga fyrir þau gæði, sem þeir fá eða láta þá greiða þann tjónskostnað, er rakinn verður til þeirra. 1 framkvæmd eru þó stundum farnar leiðir, sem eru einhvers konar sambland þessara tveggja meginleiða. Margir halda því fram, að æskilegra sé að fjármagna bótakerfi eftir síðarnefndu leiðinni, vegna þess að hún gegni því mikilsverða hlutverki að draga úr kostnaði við tjón. Hér er um að ræða varnaðar- sjónarmið í nokkuð annarri merkingu en þeirri, sem venjulega er lögð í það orð í skaðabótarétti. Á ensku hefur þessu verið gefið nafnið „general deterrence“.57 I Svíþjóð er það nefnt „ekonomisk preven- tion“.58 Á íslensku mætti tala um „fjárhagslegar tjónvarnir“ eða „fjár- hagslega vörn“. Kenningar um fjárhagslega vörn gegn tjóni styðjast ekki við þá trú, að bótakerfi geti fælt menn frá hegðun, sem hefur tjón í för með sér, heldur hinu, að minnka megi þann kostnað, sem þjóðfélagið hefur af skaðvænni hegðun, með því að leggja hann á 55 Sjá nánar Arnljótur Björnsson (1980), bls. 215-6. 56 T.d. Atiyah, Ison og Street. 57 Sjá einkum ritið „The Costs of Accidents" eftir Calabresi. Um kenningar hans sjá t.d, Atiyah, bls. 522 o. áfr., Hellner (1972), bls. 320 o. áfr. og sami (1967), bls. 704 o. áfr. 58 Hellner (1976), bls. 18. 93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.