Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1981, Page 29

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1981, Page 29
Ég tel útilokað að láta reglur hjúskaparlaganna ná yfir sambúðar- fólk. Hjúskapur er samningur tveggja einstaklinga, sem fær stað- festingu yfirvalda. Með þessum samningi gangast hjónin undir rétt- aráhrif þau, sem hjúskaparlöggjöfin segir til um. Sambúðarfólk gengst ekki undir neinn slíkan samning, og ef réttaráhrif hjúskapar ættu einnig að ná til sambúðarfólks, bryti það líklega í bága við 16. gr. Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna, sem kveður á um sam- þykki hjónaefna til hjónavígslu. Ég er einnig mótfallin því að sett verði sérlöggjöf um sambúðar- fólk. Með því skapast sú hætta, að litið verði á sambúð sem annars flokks hjúskap. Það sem talar gegn löggjöf er, að hún er alls ekki nauðsynleg og hefur í för með sér fleiri ókosti en kosti. Eins og minnst var á hér að framan, er ákaflega erfitt að komast að niðurstöðu um það, hvaða tegund sambúðar eigi að hafa réttaráhrif, og sambúðartilvikin eru ákaflega mismunandi. Verulegur hluti þess fólks, sem býr saman ógift, gengur síðar í hjúskap. Það má ekki heldur gleyma þeim, sem gagn- gert hafa valið sambúð í þeim tilgangi að losna við réttaráhrif hjú- skapar. Lagareglur myndu því aðeins hafa þýðingu fyrir tiltölulega lítinn hluta sambúðarfólks, og tel ég ekki rétt að lögfesta reglur, sem eiga aðeins hljómgrunn hjá litlum hluta þeirra, sem þær eiga að gilda um. Á þá löggjafinn að láta sambúðarfólk alveg afskiptalaust ? Nei, ekki get ég fallist á það. Það er ekki hægt að líta fram hjá því, að veru- legur hluti sambúðarfólks býr saman í lengri tíma og aðeins lítill hluti þeirra hefur reynt að leysa fjárhagsvandamál sín með samningum eða erfðaskrám. Mikil vandamál geta því risið, þegar slík sambúð endar eftir langan tíma, og þá vaknar sú spurning, hvort ekki sé rétt að setja laga- reglur um afmarkað svið, sem byggja á hagsmunalegri samstöðu og vemdarsjónarmiðum hjúskaparlöggjafarinnar til að koma í veg fyrir ósanngjarna niðurstöðu við fjárskiptin. Þá kemur aðalléga tvennt til greina. Annars vegar að lögfesta reglu um, að þær eignir, sem myndast í sambúðinni og ætlaðar eru til sam- eiginlegra nota, verði sameign aðila og skiptist samkvæmt því, og hins vegar að lögfesta reglu, sem heimilar að dæma annan aðilann til að greiða hinum fé við skiptin til að koma í veg fyrir, að hann verði illa settur. Ég hallast frekar að síðari kostinum og tel, að með honum sé hægt að koma í veg fyrir ósanngjörn úrslit fjárskipta milli sambúðarfólks. Að því er fyrri kostinn varðar, þá tel ég hættu á, að þetta sé ekki 143

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.