Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1983, Blaðsíða 41

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1983, Blaðsíða 41
alhvatamaðuv að því, að Alþingi íslendinga var sett á fót og fá laga- frumvarp sitt samþykkt sem lög fyrir landið allt. Til þessa mun hann hafa notið stuðning fóstbróður síns og fleiri góðra manna. III. I Þórðar sögu hreðu segir, að Úlflj ótur hafi haft út lög til Islands, að ráði Þorleifs ins spaka. I fljótu bragði mætti þá líta svo á, að Þorleifur spaki hafi ótilkvaddur átt frumkvæði að lagasetningu fyrir Islendinga. Þorleifur kom ekki til Islands svo vitað sé. Frumkvæði hans að þessari lagasetningu verður því harla ósennilegt. Þegar Úlfljótur hafði farið til Noregs, dvalist þar í þrjá vetur og sett, ásamt Þorleifi frænda sínum, lög þau, er síðar voru nefnd Úlfljótslög, eins og frá er greint í Þorsteins sögu uxafóts, þá er hinsvegar líklegt, að Þorleifur hafi að lokum gefið frænda sínum það ráð, að hafa lagafrumvarpið, sem þeir frændur höfðu samið, með sér til íslands. Fræðimönnum kemur og saman um, að Úlfljótur hafi verið sendur til Norégs til þess að undirbúa löggjöf fyrir landið, sbr. ritgerð Einars prófessors Arnórssonar um Úlfljót í Skírni 1929, XXX, ritgerðasafn Ólafs prófessors Lárussonar: Lög og saga, t.d. bls. 60 og 119 og Sig. Líndal: Sendiför Úlfljóts í Skírni 1969, bls. 5-26. E.A. nefnir einkum þrjá menn, sem líklegir hafi verið til að eiga hlut að ferð Úlfljóts. Menn þessir eru Hrollaugur Rögnvaldsson, Þorsteinn Ingólfsson og Þórð- ur Skeggi. Hann telur og vafalaust, að margir bestu menn landsins hafi tekið þátt í ráðagerðum um utanför Úlfljóts og lagaundirbúningi (Skírn- ir 1929 bls. 161-162). Því miður skortir heimildir um tildrög að för Úlf- ljóts, svo ekkert er nú með öryggi um það vitað. Það getur því varla tal- ist saknæmt þó menn brjóti heilann um þetta efni og komi fram með hugmyndir, sem þeim þykja athygliverðar eða sennilegar. Það er t.d. eðlilegt að kanna hvað sögurnar okkar hafa að segja um kynni Úlfljóts við aðra menn hér á landi. Fyrstan ber þá að nefna Grím geitskör. Hann var fóstbróðir Úlf- ljóts. Hann hefur naumast þekkt aðra menn betur en Grím, nema þá, sem stóðu honum næst og voru í fjölskyldu hans. Um Grím er það eitt sagt, að hann hafi verið fóstbróðir Úlfljóts og að hans ráði kannað Is- land allt. Úlfljótur var fyrir þeim fóstbræðrum, sem ráða má af því, að hann fól Grími að kanna landið. Þar næst virðist eðlilegt að gefa gaum að Gunnari syni Úlfljóts. Hann var tengdasonur Helga ins magra, sem líklega hefur verið einn helsti höfðinginn í Norðlendingafjórðungi á þeim tíma. Þær tengdii' hafa vafa- laust leitt til náins kunningsskapar á milli Úlfljóts og Helga og fjöl- 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.