Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1983, Side 49

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1983, Side 49
hann hafði verið kynntur um land allt. Hafi Grímur aftur á móti hafið könnun sína áður en Úlfljótur fór til Noregs, eins og fjallað er um hér að framan, er ekki ósennilegt, að þinghald hafi getað hafist ári eftir, að Úlfljótur kom heim eða á sumrinu 928. 1 Islendingabók 3. kafla segir, að Hrafn Hængsson hafi tekið lögsögu næstur Úlfljóti, sem ekki verður skilið öðru vísi, en að Úlfljótur hafi haft lögsögu á undan Hrafni. Það má geta þess til, að á þinghaldi 928 hafi verið samþykkt að setj a landinu lög eða með öðrum orðum að stofna ríki á íslandi. Ennfremur má hugsa sér, að sá þáttur laganna, sem fjall- aði um þingsköp og e.t.v. einhver fleiri ákvæði hafi þá þegar verið sam- þykkt og Úlfljótur kosinn lögsögumaður. Önnur ákvæði laganna hafi síðan verið rædd, samþykkt og sögð upp á næstu tveimur þingum. Þann- ig má til sanns vegar færa, að Úlfljótur hafi verið lögsögumaður árin 928-930 þegar Hrafn tók við lögsögunni. E. A. fjallar ýtarlega um lög- sögu Úlfljóts og telur ýmislegt benda til þess, að Úlfljótur muni ekki hafa verið kosinn lögsögumaður (Skírnir 1929, 168-170). Það orkar vart tvímælis, að Úlfljótur hefur gert þingheimi grein fyr- ir því lagafrumvarpi, sem hann kom með frá Noregi. Hann hefur í fyrsta lági haft framsögu í því máli og fengið frumvarpið samþykkt sem lög með eða án breytinga. Hann hefur því sagt upp lögin þó það hafi verið með nokkuð öðrum hætti en lögsögumenn þeir gerðu, sem tóku við lög- sögu á eftir honum. Þó má benda á það, að breytingar hafa sjálfsagt verið gerðar á Úlfljótslögum, sem lögsögumenn hafa ságt upp um leið og þær voru samþykktai'. Það er annað mál hvort Úlfljótur hefur lokið þætti sínum í þessari fyrstu allsherjarlöggjöf á einu þingi eða fleirum. Það þætti þó áreiðan- lega furðu sæta nú á tímum, ef tækist að setja landinu stjórnarskrá og fleiri nauðsynleg ákvæði á einu þingi. Tilgátan um lögsögu Úlfljóts 928-930 þarf alls ekki að brjóta í bága við stofnun Alþingis 930. Hafi þingheimur talið þörf nánari athugunar á ýmsum ákvæðum í frumvarpi Úlfljóts, t.d. varðandi stjórnskipun rík- isins, er alls ekki ósennilegt, að slík lagaefni hafi verið rædd á fleiri þingum en einu. Má þá álykta, að Alþingi hafi ekki verið að fullu sett á fót fyrr en slík ákvæði voru útrædd og samþykkt. Þegar Hrafn Hængsson tók við lögsögu hefur hann orðið að afla sér þekkingar á lögunum til þess að geta verið lögsögumaðui'. Úlfljótur vissi að sjálfsögðu betri skil á þeim en aðrir menn. Það er því líklegt, að Hrafn hafi numið lögin af Úlfljóti þó engar sögur fari af því. Hafi Úlfljótur sagt upp öll lögin á einu þingi og Hrafn lagt sig allan fram að fylgjast með uppsögn hans, er ekki sennilegt, að honum hafi verið mögu- 43

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.