Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1984, Blaðsíða 10

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1984, Blaðsíða 10
samt. Hann var og einn af höfundum löggjafarinnar um stofnlán landbúnaðar- is. En auk þessara starfa við lagasmíðar kom hann við sögu ótal margra laga- þátta, sem fjallað var um á Alþingi á þingmannsárum hans. Má þar segja að viðhorf Magnúsar hafi einkennst af því hversu gjarn hann var að byggja niðurstöður sinar á „gangi lífsins“, viðurkenna staðreyndir í þjóðlífinu, eins og honum virtust þær vera á hverjum tíma og vera óragur að koma á nýj- ungum. Grundvölluð þekking og skýr framsetning greiddu götu hugðarefna hans. í þessu sambandi má einnig minnast þess að hann kom á þörfum umbót- um í stjórnkerfinu. Vegur þar m.a. þungt framtak hans, er hann beitti sér fyrir því á fjármálaráðherraárum sínum að skipta viðfangsefnum fjármála- ráðuneytisins í tvo þætti, fjárlaga- og hagsýsludeild og hið almenna fjármála- ráðuneyti. Ekki varð sú ráðstöfun þó óumdeild í fyrstu. En svo fór þó að menn sáu ao þessi ráðstöfun varð farsæl þegar frammi sótti. Einkum er það nú hin síðari árin að upp er skorið eins og til var sáð. En það sem fyrst og fremst vakti fyrir Magnúsi var að bæta fjárlagaundirbúninginn og alla meðferð fjárlaganna. í því efni skipti frumgerð fjárlaganna miklu máli, þ.e. undirbúningur þeirra. Það átti að verða aðalviðfangsefni hinnar nýju hagsýslustofnunar, sem Magn- ús kom á fót. Höfðu fjárlögin verið í nær sama formi frá því er Alþingi fékk fjárveitinga- vald í stjórnarskránni frá 1874. í raun og veru var sú gerð fjárlaganna sem tíðkaðist, er Magnús tók við starfi, einskonar útgjaldalisti. Sundurgreining útgjalda var t.d. ófullkomin. Þannig varð stundum ekki séð hversu mikill hluti gjaldanna átti að fara í stofnkostnað og hvað í rekstur. Áætlanir um tekju- hlið frumvarpsins voru ónákvæmar og gjaldamegin brast einatt á um rök- stuðning og upplýsingar, að ekki sé minnst á hversu bagalegt það var að sam- anburður raunverulegra útgjalda fyrra árs úr ríkisreikningi var alls ekki sýnd- ur í fjárlagafrumvarpinu. Er Ijóst að við þessa fjárlagahætti var ekki annars að vænta en ónákvæmra áætlana um tekjur og gjöld ríkisins. Við slíka hætti var erfitt að koma á mark- vissri stjórnarstefnu í fjármálum. Ófullkomin fjárlög hlutu að draga fjárveitingavaldið úr höndum löggjafans og í hendur framkvæmdavaldsins. Slíkt veikti einmitt Alþingi og þá um leið þingræðið, — en það var einmitt þróun, sem Magnús sætti sig ekki við, svo eindreginn stuðningsmaður þingræðisins sem hann var. Ekki verður hér lengra rakin sú umbótasaga á sviði fjárlaganna, sem rekja má til forgöngu Magnúsar Jónssonar. En það skal sagt að Magnús skildi, að vel undirbúin og raunhæf fjárlög voru í reynd eitt besta stjórntæki lýðræðis- ins og undirstaða þess að vel gæti til tekist á öðrum sviðum þjóðlífsins. Trúi ég því að á þessu sviði hafi Magnús náð einna lengst í stjórnmála- og lög- gjafarstarfi sínu. Þótt lögfræðistörfin yrðu, eins og sagt var, aldrei aðalstarf Magnúsar Jóns- sonar var lögfræðin honum þó ætíð hugstæð og hafði hann ævilangt mætur á þeim störfum er henni fylgdu. Trúlega hefur hann valið lögfræðina sem námsgrein vegna áhuga á þeim fornu fræðum, en líka var honum Ijóst að laganámið veitti mönnum vissulega mikla stoð í þjóðmálabaráttunni. Slíkt viðhorf hafði mönnum lengi verið Ijóst hér á landi. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.