Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1984, Blaðsíða 17

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1984, Blaðsíða 17
sem gilda um ábyrgð flytjanda farþega, innritaðs farangurs og varn- ings. Eru þær sniðnar eftir reglum Varsjársáttmálans frá 1929 og sáttmálaaukans, sem gerður var í Haag 1955.9 Siglingalög nr. 66/1963, 205. gr. Núgildandi siglingalög eru frá 1963. Á árinu 1972 var gerð á þeim breyting, sem felur í sér, að útgerðarmaður ber hlutlæga skaðabóta- ábyrgð á lífs- eða líkamstjóni, sem tilteknir starfsmenn hans verða fyrir við nánar tilgreindar aðstæður, sjá 2. mgr. 205. gr. siglingalaga nr. 66/1963, sbr. lög nr. 14/1968, lög nr. 58/1972, lög nr. 108/1972 og lög nr. 25/1977. Hlutlæga ábyrgðin nær aðeins til slysa á þeim, sem ráðnir eru í skiprúm hjá útgerðarmanni. Það er ennfremur skilyrði fyrir hlutlægri ábyrgð, að slys hafi borið að höndum, er tjónþoli var staddur á skipi, vann eða var í ferð í þess þágu.10 Séu skilyrði þessi ekki fyrir hendi, gilda almennar skaðabótareglur og 8. gr. siglinga- laga um ábyrgð útgerðarmannsins. Hin hlutlæga ábyrgð útgerðarmanns samkvæmt framangreindu er alger undantekning frá almennum reglum um bótaábyrgð vinnuveit- anda. Þar sem um er að ræða þungbæra og óvenjulega víðtæka skaða- bótaábyrgð, er útgerðarmanni veitt færi á að leysa sig undan henni með því að kaupa sérstaka slysatryggingu, sem tekur til slysa, er verða á umræddum mönnum við framangreindar aðstæður. Slysatrygg- ingin skal miðast við ákveðnar lágmarksbætur, sem tilgreindar eru í bráðabirgðaákvæði í lögum nr. 108/1972, sbr. lög nr. 25/1977.* 11 Mjög fátítt er, að útgerðarmenn kaupi ekki slysatryggingu þessa. Hlutlæga skaðabótareglan kemur aðeins til greina, ef útgerðarmaður vanrækir að kaupa slysatrygginguna. Alþjóðasáttmáli um ábyrgð vegna tjóns af völdum olíumengunar, gerður í Briissel 29. nóvember 1969 Sáttmáli þessi hefur lagagildi á Islandi, sbr. lög nr. 14/1979 og aug- lýsingu nr. 10/1980, sem birt er í C-deild Stjórnartíðinda. Sáttmálinn tekur til mengunartjóns, sem hlýst innan landsvæðis að meðtalinni landhelgi samningsríkis, sjá 2. gr. Samkvæmt 3. gr., sbr. 1. gr. sátt- málans, ber eigandi skips, er flytur umbúðalausa olíu sem farm, hlut- læga ábyrgð á mengunartjóni af völdum olíu, er hefur lekið eða verið 9 Um sáttmálana sjá Gizur Bergsteinsson, 1962, 145 o.áfr. 10 Sjá nánar Arnljótur Björnsson, 1982, 68-69. 11 Um atvinnuslysatryggingu sjómanna sjá Arnljótur Björnsson, 1981a, 32-34. 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.