Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1984, Blaðsíða 32

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1984, Blaðsíða 32
og hvergi vikið að því, að réttur sjómanna til skaðabóta væri rýrari en annarra launþega. Þess í stað er í grg. með frv. lögð áhersla á, að breyttir atvinnuhættir, aukin vélvæðing og „almenn framþróun" hafi kallað á víðtækari bótaskyldu en leiðir af almennu skaðabóta- reglunni. Nefnir frv. t.d. „reglur þær, sem víða hafa orðið til og snerta hættulegan atvinnurekstur". Þá segir í grg., að sjósókn við strendur Islands sé talin erfiður og áhættusamur atvinnuvegur og að sjóslys séu óhugnanlega tíð. Erfitt muni reynast að koma í veg fyrir þau að öllu leyti, þótt fyllstu varúðar sé gætt. Á hinn bóginn sé að sjálf- sögðu skylt að reyna að búa svo um hnútana, að sá, sem fyrir slysi verður á sjó, fái tjón sitt bætt, að svo miklu leyti sem unnt er og án mikillar fyrirhafnar eða langrar tafar. Einnig er minnt á, að þégar sök sé skilyrði bótaréttar, þá séu úrslit bótamála oft óviss. Réttar- rannsókn verði oft viðamikil og málaferli langdregin og kostnaðar- söm. Stærri málum af þessu tagi ljúki varla fyrr en með dómi Hæsta- réttar. Allan þann tíma verði slasaði að bíða í óvissu um málalok. 1 niðurlagi grg. segir orðrétt: „Frumvarp þetta gerir ráð fyrir, að lögfest verði svonefnd hlut- læg ábyrgð í þessum efnum. Öðlast hinn slasaði þá bótarétt án tillits til þess, með hverjum hætti tjónið hefur að höndurn borið, nema hann sé meðvaldur þess eða meðábyrgur. Ljóst er, að bætt- um tryggingum fylgja aukin iðgjöld í einhverri mynd. Hvaða áhrif hefur hin nýja ábyrgðarregla, ef að lögum verður, á hagsmuni þeirra, sem við hana eiga að búa? Það er fyrst og fremst þessi spurning, sem svara þarf. Um hana verða tryggingafræðingar að fjalla. Að sjálfsögðu njóta sjómenn sem aðrir slysabóta skv. ákvæðum almannatrygginga. Auk þess má vel vera, að um samn- ingsbundnar viðbótartryggingar sé að ræða í sérstökum sambönd- um. Mál þessi þarf að skoða vandlega í heild og reyna síðan að marka skynsamlega stefnu með vaxandi heill og öryggi sjómanna í huga.“55 Frumvarpið var ekki útrætt og var endurflutt óbreytt á Alþingi árið eftir. Leiddi það til þeirra breytinga, er gerðar voru á siglingalögum með lögum nr. 58/1972, sem giltu einungis skamma hríð, eða þar til lög nr. 108/1972 leystu þau af hólmi. Reglan um bótaskyldu íbúðareiganda í fjölbýlishúsi gagnvart sam- eigendum í lögum nr. 59/1976 um fjölbýlishús var á sínum tíma ný- mæli. Samt sem áður segir í grg. með frv. til laganna ekki annað en 55 Alþt. 1970 A, bls. 1439. 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.