Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1984, Blaðsíða 45

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1984, Blaðsíða 45
dýralækni, var einum stefnt, sýnist óhætt að fullyrða að ekki hafi aðeins mátt stefna stöðunefnd heldur hafi hún ein verið réttur aðili málsins. Kröfugerð 66. gr. 1. 85/1936 þótti ekki standa því í vegi að dómkröf- ur S væru teknar til efnislegrar umfjöllunar þótt þær vörðuðu aðeins tiltekna þætti í málsmeðferð, álitsumleitan, þar sem umsagnaraðilinn var nefnd sérfræðinga. Hér má að lokum vekja athygli á því að HR taldi ekki skilyrði vera til að sinna þeirri kröfu S að tiltekin unnnæli í álitinu yrðu felld úr gildi þegar af þeirri ástæðu að umsagnaraðilinn hafði leiðrétt þau áður en til málssóknar kom (sjá hér til hliðsjónar Hrd. 1980:2). 4 STJÓRNSYSLA Að stjórnarfarsrétti má orða álitaefni þannig á mæltu máli: Full- yrðing a. Það var ekki í verkahring stöðunefndar að raða umsækjend- um og hún mátti ekki gera það á þann hátt sem raun varð á. Full- yrðing b. Stöðunefnd mátti ekki kalla ÞH sérfræðing í lyflækningum. Um a. HÉR og HR tóku ekki eins á þessu úrlausnarefni þótt niður- staðan yrði hin sama. Niðurstöðu HR skil ég þannig: Sú starfsaðferð stöðunefndar sem umsagnaraðila að raða umsækj endum í töluröð braut ekki í bága við lög. En þótt stöðunefnd mætti fara þannig að í lögskip- uðu starfi sínu þurfti að leysa úr því hvort efnisreglur hefðu að öðru leyti verið brotnar. Stöðunefnd mat það svo að skipa ætti ÞH framar í röðinni en S. Því sérfræðilega mati gat HR ekki hnekkt en hins vegar lagt á það dóm hvort lögmæt sjónarmið lágu að baki matinu. Við þá úrlausn beitti HR viðtekinni réttarfarsaðferð sinni hingað til og lagði sönnunarbyrðina á S. Niðurstaðan var að S hefði ekki sannað að ómálefnaleg sjónarmið hafi ráðið þessu mati nefndarinnar. Um b. Að mínu viti komust HÉR og HR einfaldlega að þeirri niður- stöðu um þennan kröfulið að samkvæmt settum lögum væri ÞH sér- fræðingur í lyflækningum og því var ekki um að ræða dómstólaprófun á mati stjórnvalds. Áður en til málssóknar fyrir dómsstólum kom reyndi S að fá kröf- um framgengt innan stjórnsýslunnar. Á þann þátt reyndi ekki í dóms- málinu og var hann því ekki tekinn með í reifuninni hér að framan. Að stjórnarfarsrétti almennt er þessi þáttur þó allrar íhugunar virði. 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.