Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1984, Blaðsíða 49

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1984, Blaðsíða 49
Bókaðir stjórnarfundir á árinu 1983 voru 6. Auk þess sátu sumir stjórnar- menn sérstaka undirbúningsfundi vegna málþingsins. Ennfremur sat formaður og stundum fleiri stjórnarmenn fundi með öðrum aðilum vegna sérstakra mála, er félagið varða. Lögfræðingafélag íslands varð 25 ára hinn 1. apríl 1983. Eins og félags- mönnum er kunnugt, var dr. Ármann Snævarr kjörinn heiðursfélagi á síðasta aðalfundi. Þótti vel hæfa að tilkynna kjörið formlega sem næst afmælisdegi félagsins. Var það gert hinn 9. apríl s.l. Þann dag hélt dómsmálaráðuneytið síðdegisboð í tilefni 25 ára afmælisins fyrir stjórn félagsins, alla fyrrverandi formenn félagsins, báða heiðursfélaga þess og örfáa aðra gesti, svo og maka þeirra. Baldur Möller ráðuneytisstjóri bauð gesti velkomna og flutti félaginu afmælisóskir. Formaður þakkaði árnaðaróskirnar, gat stuttlega um hlutverk og starfsemi félagsins og þátt dr. Ármanns í stofnun þess. Formaður færði síðan heiðursfélaganum áletraðan bréíahníf úr silfri. Bréfahnífinn smíðaði Jens Guð- jónsson gullsmiður. Að síðdegisboðinu loknu bauð félagsstjórnin dr. Ármanni Snævar og eiginkonu hans frú Valborgu Sigurðardóttur til kvöldverðar. í tilefni 25 ára afmæiisins ákvað stjórnin að beita sér fyrir ritun sögu fé- lagsins. Standa vonir til þess að það verði gert og hún birtist í Tímariti lög- fræðinga eða á öðrum vettvangi. Vegna þess var gerð leit að fundargerðar- bókum, sem sumar voru týndar. Bar leitin árangur, þannig að stjórnin hefur nú í höndum fundargerðir frá upphafi. Annað merkt afmæli var haidið hátíðlegt á árinu. Nú I haust voru liðin 75 ár frá upphafi lagakennslu á íslandi, en lagaskólinn var stofnaður árið 1908. Á hátíðarsamkomu, er lagadeild hélt í hátíðasal Fláskóla islands hinn 1. októ- ber 1983, skýrði formaður Lögfræðingafélagsins frá því, að félagið hefði, ásamt Lögmannafélagi islands, haft frumkvæði að söfnun fjár til bókakaupa fyrir lagadeild. Gefendur auk félaganna voru Tryggingaskóli Sambands Ís- lenskra tryggingafélaga, Seðlabanki íslands og aðrir, sem ekki vildu láta nafns síns getið. Alls söfnuðust 120.000 kr. Ritstjóri Tímarits lögfræðinga, Þór Vilhjálmsson, forseti Hæstaréttar, til- kynnti stjórninni nú í sumar, að hann óskaði eftir að láta af ritstjórnarstarfi, en því hefur hann gegnt með miklum ágætum frá 1973. Ákvörðun ritstjórans varð ekki haggað og leitaði stjórnin því til Jónatans Þórmundssonar, prófess- ors sem góðfúslega tók að sér þetta mikilvæga og vandasama starf. Tekur prófessor Jónatan við ritstjórninni frá áramótum. Eins og flestum lögfræðing- um mun kunnugt stofnaði Lögmannafélag íslands Timarit lögfræðinga 1951 og gaf það út til 1960, er Lögfræðingafélag íslands tók við útgáfunni. Fyrsti ritstjóri þess var dr. Einar Arnórsson, fyrrverandi hæstaréttardómari og pró- fessor. Stýrði hann ritinu fyrstu 3 árin eða frá 1951—1953. Þá tók við ritstjórn Theodór B. Líndal, þáverandi hæstaréttarlögmaður og síðar prófessor. Gegndi hann ritstjórastörfum einn frá 1954—1972, en í ársbyrjun 1973 varð Þór Vil- hjálmsson ritstjóri ásamt prófessor Theodór. Theodór B. Líndal lést í febrúar 1975 og hefur Þór Vilhjálmsson stýrt ritinu einn síðan eða í 9 ár. Hefur tíma- ritið eflst mjög í höndum hans og á félagið honum mikla þakkarskuld að gjalda og reyndar einnig þeim mætu mönnum öðrum, sem unnu mikilvæg störf við ritstjórnina á hinum fyrstu og erfiðu árum timaritsins. Líklega er mörgum íélagsmönnum ekki Ijóst hve vandasamt, margþætt og bindandi starf ritstjóra Tímarits lögfræðinga er. Ég ætla ekki að fjölyrða um það hér, en get þess 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.