Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Blaðsíða 3

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Blaðsíða 3
rniAim — - IXK.I H ITMM.A 4. HEFTI 34. ÁRGANGUR DESEMBER 1984 FÓRNARLÖMBIN HAFA GLEYMST [ þessu hefti Tímarits lögfræðinga birtist ritgerð um réttarstöðu sakborn- ings við frumrannsókn máls hjá lögreglu og við dómsmeðferð. Þar kemur fram, að margt er enn óljóst í gildandi réttarreglum og ýmsu ábótavant að þvf er varðar réttaröryggi sakborninga. Óhætt er þó að segja, að málefni sökunauta í opinberum málum hafi um alllangt skeið notið mikillar athygli og velvilja löggjafans og stjórnvalda. Á síðustu þremur áratugum hafa smám saman verið mótaðar tiltölulega fullkomnar reglur um réttarvernd sakaðra manna. Hefur talsvert verið ritað um efnið bæði hér á landi og hjá nágrönn- um okkar á Norðurlöndum. Hið sama verður ekki sagt um fórnarlömb sakborninganna. Réttarstaða þeirra er hreint aukaatriði í opinberum málum. Þeir eiga enga aðild að refsi- málum yfirleitt nema í þeim fáu tilvikum, þegar lög heimila einkarefsimál eða áskilja kröfu þess, sem misgert er við, svo að opinbert mál verði höfðað. Kærandi f opinberu máli, sem brot hefur bitnað á, getur ekki sjálfur gert reka að refsimáli, þótt ákæruvaldið felli mál hans niður. Frávik þekkjast (meið- yrði í garð opinbers starfsmanns, höfundarréttarbrot). Brotaþoli nýtur þess réttarfarshagræðis samkvæmt lögum um meðferð opin- berra mála að geta komið að skaðabótakröfu eða öðrum einkaréttarkröfum í opinberu máli. Þessi réttur er þó takmörkunum háður, einkum að því leyti að slík kröfugerð má ekki verða til verulegra tafa eða óhagræðis við með- ferð sakamálsins. Kröfuhafi verður sjálfur að bera kostnað af lögfræðilegri aðstoð. Innheimtulaun eru ekki dæmd, þegar fjárkrafa er höfð uppi og dæmd í opinberu máli, sbr. þó frávik í Hrd. Lll, bls. 581. Jafnvel þótt fjárkrafa sé tekin til greina í dómi að nokkru eða öllu leyti, er engin trygging fyrir því, að hin dæmda fjárhæð fáist greidd. Slík krafa er al- menn krafa, sem fæst ekki greidd úr búi dómþola fyrr en allar forgangskröfur eru greiddar. Vinnulaun fanga má einungis taka til greiðslu á skaðabótum eða öðrum útgjöldum, sem hann hefur orðið ábyrgur fyrir, meðan á fanga- vist hans stóð. Engar aðrar leiðir eru til að fá tjón bætt nema þá samkvæmt almennum reglum um örorkulífeyri eða slysatryggingabætur úr almannatrygg- ingum, úr lífeyrissjóðum, úr frjálsum eða samningsbundnum slysatryggingum, 177
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.