Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Blaðsíða 18

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Blaðsíða 18
Ætla verður, að álitamálið um eigin sök tjónþola, sem ekki not- ar öryggisbúnað þann, sem hér er fjallað um, komi einkum upp í málum vegna umferðarslysa eða vinnuslysa (Til dæmis um önn- ur svið, þar sem skylt er að nota sams konar búnað, má nefna flug, sbr. reglugerð nr. 53/1976 um mannflutninga í loftförum ásamt síðari breytingum, en þar eru ákvæði um öryggisbelti í loftförum). Rétt er að athuga, hvort helstu rök Norræna umferðaröryggisráðsins gegn sakarskiptingu geti átt við um bótakröfur þeirra, sem slasast við vinnu, en hafa látið hjá líða að nota hjálma, augnhlífar o.þ.h. Fyrst skal þess getið, að sönnunarerfiðleikar geta orðið miklir eins og í málum vegna umferðarslysa, sbr. Hrd. 1978, 387, sem getið var í 2. kafla hér að framan. í annan stað hljóta fjárhagslegar afleiðingar breyt- inga á sakarskiptingarréglum að vera sambærilegar í vinnu- og um- ferðarslysum. Fyrir tjónþola, sem ekki er slysatryggður, og bótaskyld- an aðila, er eigi hefur ábyrgðartryggingu, skiptir vitanlega afarmiklu máli, hvort greiða skuli fullar eða skertar bætur, ef eitthvert verulegt tjón hlýst af slysi. Sé hins vegar litið á bótágreiðslur vegna vinnu- eða umferðarslysa í heild, hlýtur lítill aukakostnaður að hljótast af því, að bætur verða ekki lækkaðar til tjónþola, sem skeyta ekki um örygg- isbúnað. I þriðja lagi ríkir sama óvissa um hugsanleg varnaðaráhrif sakarskiptingarreglna á vettvangi slysa í umferð og við vinnu. Fjórðu og síðasttöldu meginröksemdir Norræna umferðaröryggisráðsins gegn skerðingu bóta voru þær, að fjárhagsaðstaða hins bótaskylda væri al- mennt betri en tjónþola, sökum þess að sá fyrrnefndi væri ábyrgðar- tryggður samkvæmt lögum og þyrfti því lítið sem ekkert að greiða úr eigin vasa, en sá síðarnefndi bæri sjálfur allan fjárhagslégan skaða af sakarskiptingu, enda væri hann yfirleitt ekki slysatryggður. Enda þótt atvinnurekendum sé almennt ekki skylt að kaupa ábyrgðartrygg- ingu, sem nær til vinnuslysa, er slík vátrygging orðin svo útbreidd, að álíta verður, að hún sé fyrir hendi í öllum þorra mála út af vinnuslys- um, sem verða hjá öðrum atvinnurekendum en ríkinu. Ríkissjóður getur á hinn bóginn dreift kostnaði af bótagreiðslum vegna vinnu- slysa á marga gjaldendur. Er því líklega ekki ýkja mikill munur á fjárhagslegri getu þeirra, sem greiða bætur vegna umferðarslysa og þeirra, er bera bótaábyrgð á vinnuslysum. Þær röksemdir, sem nú greinir ogfram kornu af hálfu Norræna umferðarörýggisráðsins, sýnast samkvæmt því, sem nú var rakið, í stórum dráttum bæði geta átt við um slys í vinnu og umferðarslys. Hafa verður í huga, að nýmælin um Abyrgðarleysi tjónþola, sem ekki notar belti eða lijálm, eru liður í þróun, sem orðið hefur á norrænum bótareglum vegna umferðarslysa 192
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.