Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Blaðsíða 23

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Blaðsíða 23
kenna skaðabótareglur. Nánar tiltekið eru viðhorf þessi í aðalatriðum, sem hér segir: (1) reglan um eigin sök tjónþola vinnur gegn bótahlut- verkinu, þar sem hún veldur lækkun eða missi bóta, (2) reglan er einnig andstæð dreifingarhlutverkinu, þar sem tjónþoli hefur oftast minni tækifæri en sá skaðabótaskyldi til þess að dreifa tjónsbyrðinni, (3) vafasamt er að reglan hafi varnaðaráhrif gégn slysum á mönnum og (4) það hlutverk skaðabótareglna að flytja tjón frá einum aðila til annars styður (gagnstætt hinum hlutverkunum) regluna um sök tjón- þola, því að með sakarskiptingu er stefnt að því að ná eðlilegu jafn- vægi milli sakar aðila og tjóns. Margt af því, sem nú var rakið, rennir stoðum undir endurskoðun á hefðbundnum reglum um réttaráhrif sak- ar tjónþola. Að frátöldum sérreglum umferðarlaga um öryggisbúnað hafa nýju viðhorfin í skaðabótarétti þó ekki leitt til veigamikilla breytinga á lagareglum um sök tjónþola, nema í Finnlandi og Svíþjóð, en þar voru sett almenn skaðabótalög á 8. áratugnum (3. kafli). Spurningin um eigin sök tjónþola, sem ekki notar öryggishjálm eða annað þess háttar, kemur væntanlega helst upp í málum vég'na umferðarslysa og slysa í vinnu. Fjallað er um, hvort helstu rök Nor- ræna umferðaröryggisráðsins gégn sakarskiptingu eigi einnig við um bótakröfur vegna vinnuslysa, sem rakin verða til skorts á þessum bún- aði. Niðurstaðan við fyrstu athugun er sú, að rökin virðast í megin- atriðum geta átt við um báða þessa flokka slysa. Þó ber að hafa í huga, að sá mikli munur er á vinnuslysum, er verða af skorti á öryggisbúnaði, og umferðarslysum þeirra, sem slasast án beltis eða hjálms, að skaða- bótaréttur vegna fyrrnefndra slysa stofnast oft aðeins á grundvelli vanrækslu vinnuveitanda varðandi búnað þennan, en frun^orsök um- ferðarslyss er nær alltaf önnur, einkum mistök við akstur eða bilun bifreiðar. Þegar þessa munar er gætt, er Ijóst, að rök, sem liggja til grundvallar undantekningarreglunni í 3. mgr. 67. gr. umferðarlaga, réttlæta ekki hliðstæða reglu á sviði vinnuslysa. Þessu næst er vikið nánar að undantekningarreglunni. Kjarninn í röksemdum með henni er sá, að hún eykur rétt tjónþola, án þess að skipta heildina miklu fjár- hagslega. Jafnframt er hún til einföldunar við afgreiðslu bótamála innan réttar og utan. Á móti reglunni mælir einkum það, að hún er ósveigjanleg og veitir dómstólum ekki eðlilegt svigrúm til að rnarka stefnuna á þessu sviði. Gegn reglunni mælir einnig, að hún er andstæð almennum reglum um réttaráhrif sakar tjónþola, svo og að hún brýtur í bága við siðgæðisvitund manna, sem telja rangt, að mönnum leyfist vísvitandi að brjóta lögboðnar varúðarreglur, án þess að brotið hafi áhrif á rétt hins brotlega (4. kafli). 197
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.