Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Blaðsíða 27

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Blaðsíða 27
rétti, sbr. Hrd. XLIV, bls. 37; XLVII, bls. 1075. Meiri háttar brot geta varðað stjórnsýsluviðurlögum skv. 1. 38/1954 (áminning, lausn frá starfi um stundarsakir eða að fullu) og/eða refsingu skv. XIV. kafla alm. hgl., einkum 131. og 132. gr., sjá Hrd. LII, bls. 430. Hafi hinum brotlega verið vikið úr starfi fyrir uppkvaðningu refsidóms, er gjarna tekið tillit til þess við ákvörðun refsingar, sbr. Hrd. XXII, bls. 57; LII, bls. 430. Óheimilar aðferðir gagnvart sakborningi útiloka ekki sjálfkrafa sönnunargögn, sem þannig eru fengin. Dómstólar meta gildi þeirra, sbr. 108. og 110. gr. oml. III. RÉTTARSTAÐAN Á RANNSÓKNARSTIGI. Meðan mál er í rannsókn hjá lögreglu (rannsóknarlögreglu ríkisins, rannsóknarlögregludeildum, sbr. 2. og 5. gr. rgj. 253/1977), hjá öðrum stjórnvöldum eða fyrir dómi skv. 3. mgr. 32. gr. og 74. gr. oml., sbr. 5. og 12. gr. 1. 107/1976, er réttarstaða sakbornings að ýmsu leyti önnur en eftir að mál er höfðað. Þykir því hlýða að fjalla um hvorn þátt máls- meðferðarinnar um sig. 1) Sakborningur á rétt á upplýsingum um kæruefnið (sakarefnið), svo fljótt sem því verður við komið eftir handtöku og í síðasta lagi við upphaf skýrslutöku. Réttarreglur eru óljósar um þetta atriði, sbr. Hrd. XXXII, bls. 638. Heimilt er að láta handtekinn mann aftur lausan án þess að skýrsla sé þá tekin af honum um sakargiftir, enda hafi handtökuheimild verið fyrir hendi í upphafi, sbr. Hrd. XLV, bls. 413; L, bls. 141. 2) Sakborningi er heimilt að hafa samband við ættingja sína eða aðra vandamenn þegai* eftir handtöku, nema sérstök ástæða sé til að ætla, að það muni torvelda rannsókn málsins, sbr. 4. mgr. 61. gr. oml., sbr. 1. gr. 1. 53/1979. Af ákvæði þessu og 81. gr. oml. leiðir einnig, að sakborningur má hafa samband við lögfræðing eða annan talsmann, er hann kýs sér til réttargæzlu. Ef sakborningi er meinað að hafa samband við vandamenn eða aðra vegna fyrirvarans í ákvæðinu, á hann rétt á, að yfirmaður lögreglu taki ákvörðun að viðlagðri lágaábyrgð. Fyrir lagabreytinguna 1979 átti sakborningur ekki lögvarinn rétt til umrædds sambands við fjölskyldu, sbr. Hrd. XLV, bls. 413. 3) Sakborningi jafnt sem vitni er skylt að koma til skýrslutöku hjá Iögreglu, sbr. handtökuheimildir 1. mgr. 59. gr. og 2. og 6. tl. 1. mgr. 61. gr. oml. 4) Sökuðum manni skal á það bent, að honum sé óskylt að svara spurningum, er beinlínis varða brot það, sem hann er grunaður um, og 201
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.