Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Blaðsíða 28

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Blaðsíða 28
jafnframt á það, að þögn hans kunni að verða skýrð honum í óhag, sjá 1. mgr. 40. gr., sbr. 2. mgr. 77. gr. oml. Þögn getur þannig veitt líkur fyrir sekt, sbr. 109. gr. oml. Er fyrirvari þessi hugsaður sem eins konar málamiðlun, sem umdeilanleg má teljast, enda er sjaldan til hans vitnað í dómum. I framkvæmd skerðir hann lítið þagnarrétt sakbornings. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd, að í þessu felst lögheimil skerðing á þagnarrétti sakbornings og grundvallarreglunni um sönnunarbyrði ákæruvaldsins, sbr. 108. gr. oml.4) Rétt getur verið að meta skýrslugjöf eins og hún hafi ekki farið fram, ef sökunaut hefur ekki verið bent á þagnarréttinn. Um það, sem ekki beinlínis varð- ar brotið, á sökunautur að gefa skýrslu, svo sem um nafn sitt, aldur, stöðu, heimilisfang (dvalarstað) og efnahag, sbr. 39. gr. oml. Það kann að orka tvímælis, hverju sökunautur þurfi að svara og hverju ekki, t.d. hvar hann hafi haldið sig á þeim tíma, er brot var framið, hvar hann hafi fengið tiltekinn hlut eða tiltekna fjárhæð, sbr. at- hugasemdir Einars Arnórssonar við 40. gr. oml. Þótt ekki séu bein fyrirmæli í lögum um sannleiksskyldu sökunauts, sem vill gefa skýrslu, ber lögreglumanni að brýna alvarlega fyrir honum að gefa sönn og rétt svör við spurningum og draga ekkert untlan, er máli kann að skipta, sbr. 39. gr. oml. Röng skýrsla, þótt staðfest sé með undirskrift, er sakborningi refsilaus, sbr. 143. gr. hgl. Um ranga skýrslu vitnis hjá lögreglu gildir hins vegar 147. gr. hgl., sbr. Hrd. XXXII, bls. 538. 5) Lögreglurannsókn fer fram fyrir luktum dyrum, sbr. hins vegar meginregluna í 16. gr. oml. um opinbera málsmeðferð fyrir dómi. Aðalrannsókn máls fer nú fram á lögreglustigi samkvæmt þeim breyt- ingum, sem gerðar voru með 1. 107/1976. Að sama skapi getur rann- sókn máls ekki verið opinber eins og fyrir dómi, sbr. þó undantekning- arnar í 16. gr. oml. varðandi dómsrannsókn fyrir luktum dyrum. 6) Sakborningur fær ekki að vera viðstaddur prófun vitna eða annarra sökunauta, nema samprófun fari fram á síðara stigi rann- sóknar, sbr. 4. mgr. 40. gr. oml. Um rannsókn fyrir dómi gildir þó sú regla skv. 4. mgr. 77. gr. oml., að dómara er rétt að láta sökunaut hlýða á prófun vitnis eða matsmanns og gæta þar réttar síns, enda sé 4) í álitsgerð Jónatans Þórmundssonar, dags. 12. janúar 1978, til utanríkisráðuneytisins varðandi alþjóðasamning um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi (16. des. 1966) legg- ur höfundur til, að þessi fyrirvari sé felldur brott úr 1. mgr. 40. gr. og 2. mgr. 77. gr. oml. vegna 2. tl. 14. gr. samningsins. Sjá hér einnig Jón A. Ólafsson, „Réttarstaða sakaðra manna", Tímarit lögfræðinga, 2. hefti 1979, bls. 80-82, en þar er m.a. hugleitt, hvort löggæzlumenn almennt þekki reglu 1. mgr. 40. gr. oml. og beiti lienni. 202
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.